Monday, September 3, 2012

Karamellukaka með rice crispies og banana

Þessi kaka er syndsamlega góð enda ansi mikið af gúmmelaði í henni. Upphaflega eru þetta karamellu rice crispies stykki en ég vildi gera meiri köku úr þessu. Ég skar niður tvo banana og setti ofan á og svo þeyttan rjóma. Útkoman var heldur betur góð. Bananinn bráðnar hálfpartinn og passar mjög vel við karamelluna.


Karamellukaka með rice crispies og banana

100 g rjómasúkkulaði
100 g karamellusúkkulaði (t.d Galaxy Caramel, Rolo eða Nóa Síríus karamellu Pipp)
4 msk sýróp
100 g smjör 
(ég minnkaði aðeins magnið og setti um 2-3 msk af sýrópi og 50g smjör)
- Þetta er allt brætt saman í potti á vægum hita.

Síðan er potturinn tekinn af hellunni og slatta af rice crispies skellt útí. Blanda vel saman og setja helst inn í frysti.

Rétt áður en kakan er borin fram er gott að skera niður tvo (og hálfan) banana og setja ofan á og síðan þeyttan rjóma.

5 comments:

EddaRósSkúla said...

Valgerður Björk! Nú segi ég stopp!

Valgerður said...

þetta er kakan sem ég kom einu sinni með uppí HR handa þér ;)

Anonymous said...

OK - nammm..!

-ellen agata

Unknown said...

Ommmm nommm! Man ennþá eftir hvað þessi var ótrúlega góð. Var að leita að auðveldri uppskrift fyrir þakkargjörðarmáltíð hérna í Búda og fletti þessu upp. Sjáum til hvernig tekst til :)

Valgerður said...

snilld, vona að hún hafi heppnast vel, ég vaaar að hugsa um hana í gær!! svo mega djúsí :)
love til Búda Gugga mín