Thursday, August 30, 2012

Random símamyndir

Bleikar blöðrur í Hólavallakirkjugarði á kvenréttindadaginn 19.júní
Ég elska að vinna í miðbænum.
Hringferðin byrjaði á brúðkaupi!
Við Sædís og Kristrún fórum á Lebowski bar, fengum okkur djúsí mjólkurhristinga (mæli með karamellu) og sömdum ljóð handa gæsinni okkar.
Gæsin fékk svo svona sæta köku..
Rómó hjá tveimur ósýnilegum sem fengu sér hvítvín á Káratorgi.
Ég fékk mér æðislegt salat á Kaffi Krús á Selfossi eftir að hafa haldið fyrirlestur á Minni Borgum.
Fallegasti bíll sem ég hef séð í brúðkaupi Hafdísar og Harðar þar sem við Edda Rós spiluðum á fiðluna.
Við Eyþór stukkum ásamt nokkrum strákum fram af brú í jökulkalda ána um verslunarmannahelgina rétt hjá bústað foreldra minna. Veðrið var æðislegt og þetta er besti þynnkubani sem hægt er að hugsa sér.. (pínu erfitt að henda sér útí enda eru þetta um 7 metrar!)
Gerði kjúkling í chili hvítvínssósu sem varð  aðeins of sterkur (af því að ég ákvað að hafa steinana úr chili-inu með)

No comments: