Tuesday, January 29, 2013

Bústaðarferð í Bjarkahlíð

Ég var heima hjá foreldrum mínum um helgina að passa litla bróður og ákvað að taka tölvuna ekki með. Það var ekkert smá notalegt að eyða öllum laugardeginum uppí rúmi með latte, kleinuhring með öllu og héðinsbollum úr Sigurjónsbakarí ásamt því að lesa helgarblöðin og tímaritin sem mamma er áskrifandi að. Smá tilbreyting frá öllum blogglestrinum sem ég á það til í að detta í! (er jafnvel að spá í að deila með ykkur nokkrum af uppáhalds bloggunum mínum á næstunni..)

Annars hef ég verið frekar löt að taka upp myndavélina en iphone-myndir verða að duga þessa dagana. 

Við vinkonurnar fórum uppí bústað fyrir nokkrum helgum og það var auðvitað yndislegt eins og alltaf. Við elduðum speltpizzu, vígðum nýja flotta fondúpottinn hennar Ellenar og slúðruðum fram á nótt með hvítvín í hönd. Þetta er það sem ég sakna hvað mest þegar ég bý í útlöndum og því er ég alveg að sjúga í mig allar þær vinkonustundir sem eru í boði á meðan ég er á landinu :)

Ekkert svo mikið étið þessa helgi..

1 comment:

Anonymous said...

Vá hvað ég væri til í eina kósý bústaðarferð einmitt núna!
Saknaðarkveðjur frá Búdapest,
Gugga