Núna hinsvegar hefur allt róast þar sem ég er í tveggja mánaða pásu og er á Íslandi með fullt af eldhústækjum og bý með fólki sem vill helst bara hollan mat. Ég er því ansi glöð með að hafa svona mikinn tíma til þess að geta dundað mér í eldhúsinu með tengdamömmu :)
Ég setti inn mynd á instagram af útkomunni af kúrbítsæði mínu en í vikunni gerði ég tvær uppskriftir úr bók sem ég náði mér í á bókasafninu sem heitir Hollt nesti heiman að. Alltaf þegar ég er nýbúin í lokaprófum/lokaritgerðum þá fer ég alltaf beint á bókasafnið til að taka bækur til að lesa fyrir mig sjálfa (svo ánægð að þurfa ekki að lesa fyrir skólann) og svo næ ég mér oftast í matreiðslubækur og/eða nokkur eintök af gömlum Gestgjöfum.
Allavega, þá voru nokkrar vinkonur sem vildu fá uppskriftina af kúrbítsklöttum sem ég gerði í vikunni. Ég ætlaði nú ekkert að deila þessari uppskrift og tók bara eina símamynd af matardisknum mínum en svo vorum við öll svo ánægð með klattana að ég mæli hiklaust með þeim.
Kúrbítsklattar
úr bókinni Hollt nesti heiman að
1 kúrbítur
2 skallottulaukar
5-6 msk heilhveiti/spelt
1 egg
50-60gr rifinn ostur
1-2 msk smátt söxuð steinselja (átti þetta ekki til og notaði bara ýmis krydd sem ég átti, mæli með Kryddi lífsins m.a.)
salt&pipar
Rífið kúrbítinn með grófu rifjárni (ég notaði samskonar rifjárn og ég nota þegar ég ríf niður ost) og setjið í sigti yfir skál ásamt 2 tsk af salti til að draga úr honum vökvann. Leyfið þessu að liggja í a.m.k. 2-3 klst. Kreistið því næst eins mikið af vökvanum og hægt er úr kúrbítnum. Blandið egginu, ostinum og kryddinu saman í skál. Bætið kúrbítnum útí og loks speltinu. Það gæti þurft aðeins meira eða minna af spelti, fer eftir því hversu mikill vökvi er eftir í kúrbítnum. Hitið olíu á pönnu og setjið deigið á með skeið. Úr uppskriftinni fáið þið um 8-10 klatta.
Við vorum með ofnsteikt grænmeti með og kaldar sósur en í bókinni er mælt með tzatziki sósu (að sjálfsögðu var fengið sér 2x á diskinn.. :)
Allavega, þá voru nokkrar vinkonur sem vildu fá uppskriftina af kúrbítsklöttum sem ég gerði í vikunni. Ég ætlaði nú ekkert að deila þessari uppskrift og tók bara eina símamynd af matardisknum mínum en svo vorum við öll svo ánægð með klattana að ég mæli hiklaust með þeim.
Kúrbítsklattar
úr bókinni Hollt nesti heiman að
1 kúrbítur
2 skallottulaukar
5-6 msk heilhveiti/spelt
1 egg
50-60gr rifinn ostur
1-2 msk smátt söxuð steinselja (átti þetta ekki til og notaði bara ýmis krydd sem ég átti, mæli með Kryddi lífsins m.a.)
salt&pipar
Rífið kúrbítinn með grófu rifjárni (ég notaði samskonar rifjárn og ég nota þegar ég ríf niður ost) og setjið í sigti yfir skál ásamt 2 tsk af salti til að draga úr honum vökvann. Leyfið þessu að liggja í a.m.k. 2-3 klst. Kreistið því næst eins mikið af vökvanum og hægt er úr kúrbítnum. Blandið egginu, ostinum og kryddinu saman í skál. Bætið kúrbítnum útí og loks speltinu. Það gæti þurft aðeins meira eða minna af spelti, fer eftir því hversu mikill vökvi er eftir í kúrbítnum. Hitið olíu á pönnu og setjið deigið á með skeið. Úr uppskriftinni fáið þið um 8-10 klatta.
Við vorum með ofnsteikt grænmeti með og kaldar sósur en í bókinni er mælt með tzatziki sósu (að sjálfsögðu var fengið sér 2x á diskinn.. :)
No comments:
Post a Comment