Monday, January 14, 2013

Jólafrí 2012-2013

Jólafríið á Íslandi var auðvitað virkilega næs þrátt fyrir að ég hafi verið að vinna í tveimur stórum ritgerðum á meðan (sem ég skilaði fyrir helgi, jeijj!). Ég er enn á landinu og verð hér þangað til í mars (önnin byrjar svo seint) en þá verður bloggið eflaust mun meira spennandi.. 

Við tókum ekki mikið af myndum í jólafríinu en Eyþór smellti nokkrum myndum af göngutúrnum sem við fórum í á jóladag. Við kíktum með tengdó í Sandvík og keyrðum um Reykjanesið.

Við vorum ósköp róleg á gamlárs.. vorum með fondú sem er alltaf jafn skemmtilegt og svo var jafnvel fengið sér einn Pimms eða svo þrátt fyrir að Bretar myndu missa andlitið ef þeir fréttu að við værum að drekka þennan sumardrykk um miðjan vetur (svona var viðhorfið þegar ég pantaði mér drykkinn stundum í Bath fyrr í haust). Það var frekar gaman að fylgjast með flugeldaæði Reykjanesbæjar frá Reykjanesbrautinni en síðan var farið og knúsað báðar fjölskyldurnar okkar þegar nokkrar mínútur voru búnar af 2013 (soldið hentugt á áramótunum að fjölskyldan mín og tengdafjölskylda mágkonu minnar skuli búa hlið við hlið :)













(Ofurgóða súkkulaðikakan með karamellu-pipp kremi að photo-bomba myndina sem Pimms drykkirnir eru að reyna pósa fyrir...)


Nú er semsagt haustönnin mín og ritgerðarbrjálæðið formlega búið og í kjölfarið koma fleiri blogg.. (og reyndar líka ný vinna, nýtt ræktarnámskeið.. jájá segir sú sem setur sér aldrei áramótaheit ;)

No comments: