Friday, January 18, 2013

Dagur í Bath

Vitiði.. ég sakna Bath. 
Ég bjóst ekki við því.. þó að borgin sjálf hafi verið yndisleg þá er hún lítil og maður átti það til að fá leið á að sjá sömu staðina aftur og aftur. Þrír mánuðir fannst mér fullkominn tími til að búa þarna en á þessum tímapunkti í lífi mínu þrái ég stórborgir! Enda mun árið 2013 held ég ekki valda vonbrigðum þar sem við munum búa bæði í Seattle og Berlín á þessu ári. 

En aftur að Bath.
Í dag snjóaði þar í fyrsta skipti í vetur almennilega og twitterið mitt er fullt af myndum af borginni í snjó. Mér finnst borgir svo fallegar í snjó og var hundfúl að fá ekki að upplifa Bath í snjó á meðan dvöl minni stóð. Myndirnar voru verulega fallegar og lét mig sakna borgarinnar. 
Annars var soldið fyndið að fá email frá háskólanum í morgun um að öllum prófum yrði frestað í dag og einnig sá ég á twittersíðu borgarinnar að fullt af fyrirtækjum og búðum voru að loka fyrr svo starfsmennirnir kæmust nú heim fyrir kvöldmat (búist við að það tæki alllangan tíma til að keyra á sumardekkjunum í snjónum...). 

Þar sem ég á eitthvað af myndum sem við Eyþór tókum rétt áður en hann fór heim, m.a. af Roman Baths sem er aðaltúristastaðurinn í borginni, langar mig að halda aðeins áfram að deila myndum frá borginni þar sem ég efast um að þið hafið gaman af myndum héðan af gamla kanavellinum þar sem ég bý núna tímabundið.

Þennan daginn röltum við um miðborgina eins og svo oft áður..


 Við byrjuðum á að rölta út hálfa þessa götu til að stytta okkur leið niðrí bæ. Húsið okkar er á horni þessarar götu (sést ekki á myndinni) og miðbærinn er bara einni götu frá.

Þetta er eiginlega aðal "æð" miðborgarinnar. Til vinstri má sjá innganginn að aðaltorgi borginnar. 

Miðborgin skartaði þessari fallegu hringekju yfir jólatímann.

Dúfurnar voru æstar í þennan.
...og þessi drengur fékk líka að finna fyrir þeim.

Þessi var afar hress, tók myndavélina af mér og þóttist vera að stela henni áður en hann stakk eldinum uppí sig!

Hrifning og aðdáun áhorfendanna leyndi sér ekki..

Fórum á uppáhalds lunch staðinn minn, Whole Bagel og fengum okkur "festive" beyglu með kalkún, trönuberjasósu og ruccola.



P.s. Eins og þið sjáið prófaði ég að setja lista með vinsælum færslum hér til vinstri og það kemur mér ekkert voðalega mikið á óvart að karamellukökur eru í fyrsta og öðru sæti. Helstu leitarorðin sem fólk slær inn á google og endar í kjölfarið á þessari síðu eru matartengdar...

2 comments:

Anonymous said...

Þú ert alltaf með svo fallegar & skemmtilegar myndir :-)
Ég les alltaf hjá þér - Þó ég sé ekki nógu dugleg að kommenta !!

- Helga Maren.

Valgerður said...

æj takk kæra Helga!