Thursday, January 31, 2013

Random símamyndir

Eins og ég hef nú þegar tekið fram hér hef ég verið afar léleg á myndavélinni en hér eru random símamyndir frá undanförnum mánuði.

Ég bakaði kúrbítsbrauð. Mér fannst það æði og borðaði það í morgunmat á hverjum morgni í svona viku og fékk aldrei leið á því! Mjög svo seðjandi og í hollari kantinum, viljiði uppskrift? :)


Ótrúlegir hlutir gerast. Við fórum á kaffihúsadeit...í Njarðvík!


Ólöf Hera vann mig í Jóakim Aðalönd spilinu.


Uppáhalds "smá"kakan (akkúrat ekkert smátt við þessa köku) mín og chai latte. Mæli með þessari súkkulaðibitaköku á Glætunni bókakaffi á Laugaveginum.


Svo hressandi að taka í kústinn á morgnana og renna honum yfir bílinn.. eins og maður sé ekki nógu duglegur að drulla sér í ræktina kl.10 á laugardagsmorgni (jebb, fyrsta ræktarmontið á þessu bloggi.. þau verða ekki fleiri, lofa!)

Amma mín með tískuna á hreinu, í rauðum blúndubol með svart loð um hálsinn (hún er sennilega ansi hneyksluð á öllum þessum matarmyndum í þessari færslu...hún skilur ekkert í því hvað fólk er alltaf að taka mynd af matnum sínum - "ertu alltaf borðandi krakki!??")


Guðdómlegar íslenskar pönnukökur með nutella og rjóma á Cafe París.


Við Ólöf Hera fórum út að leika í snjónum.




2 comments:

Anonymous said...

Þú mátt endilega koma með uppskrift af brauðinu :)
Prófaði einmitt að gera kúrbítsklattana um daginn og þeir komu nokkuð vel út!

P.s. svo má alveg stundum koma með ræktarmont ;-)

-Helga Maren

EddaRósSkúla said...

Ánægð með hana ömmu þína!
P.s. Þú getur fengið svona smákökur í Fjarðarkaup á spottprís, nýbakaðar og góðar:)