Þessa súkkulaðiköku (bara klassísk skúffukaka með smjörkremi) gerði ég í dag fyrir 14 ára afmælisstrákinn minn (besta bróður sem hægt er að hugsa sér) og elsku ömmu og afa sem eiga 55 ára brúðkaupsafmæli í dag. Það voru allir voða hrifnir af Kit-Kat grindverkinu ;)
Þessa nutellaköku gerði ég um daginn þegar við vorum að passa litla bróður. Við Eyþór og Páll Orri borðuðum hana í kvöldkaffi...ok miðnæturkaffi.
Þessi kaka er án gríns ein allra besta kaka sem ég hef smakað. Karamellufíklar - farið í Passion bakaríið í Álfheimum, þar er hægt að fá þennan unað! Við Eyþór og Páll Orri erum komin með hefð, að fara þangað áður en við förum í Laugardalshöllina að horfa á Keflavík verða bikarmeistarar.. við viljum meina að þetta sé orðið happa :)
1 comment:
Takk fyrir hlekkinn Valgerður! Vonandi heppnaðist kakan vel :)
Post a Comment