Thursday, May 30, 2013

A day in Fremont and Ballard

Við stelpurnar í prógramminu mínu sem komum saman til Seattle frá Bath eyddum saman góðum laugardegi fyrir skömmu. Við fórum í Fremont hverfið og skoðuðum systur Skessunnar í Hellinum heima í Keflavík, en þessi heitir Fremont Tröllið og er undir Fremont brúnni.

Næst á dagskrá var að fá sér cupcakes í Ballard og kíkja aðeins í búðir áður en við fórum en lengra inn í Ballard hverfið og nutum góða veðursins í Golden Gardens Park sem liggur við Puget Sound sem er sundið sem skilur að Seattle og Kitsap sýsluna þar sem ég bjó.

Kelly, litla host-systir mín frá Poulsbo var akkúrat í Seattle þennan daginn og eyddi hálfum degi með okkur.
Afgreiðslukonan litrík eins og bollakökurnar hér fyrir neðan.
Til þess að komast að garðinum þurfti að labba niður margar tröppur. Ferðin upp var ekkert svakalega skemmtileg..
Anne vinkona mín frá Þýskalandi.
Það er fínasta grillaðstaða sem er víst alltaf pakkfull á svona góðum dögum.
Úkraínska/þýska vinkona mín, Natalia kann sko að pósa ;)
En Irena, sjónvarpskonan frá Moskvu þykist ekki taka eftir ljósmyndaranum..

Tuesday, May 28, 2013

A day in Tulip Town

Við vorum búin að steingleyma túlípanamyndunum! Við tökum svo mikið af myndum hérna að það er enginn tími til að líta á þær og pósta þeim öllum hér. En við gerum okkar besta og hér eru litríkar myndir frá skemmtilegum laugardegi sem við eyddum í Tulip Town. Við fórum með fjölskyldunni sem við búum hjá hér í Seattle á Túlípanafestival sem er haldið árlega í Skagit Valley sem er um klukkustund frá borginni.

Það voru margir ferðamenn á svæðinu þar sem þetta var síðasti dagurinn sem hægt var að koma og skoða og kaupa túlípana og mér sýnist ljósmyndarinn minn hafa skemmt sér betur að mynda allt fólkið heldur en blómin... 

Yndislega fjölskyldan sem við búum hjá, Nancy, Gummi og Ethan.
Ein með pósið á hreinu.

Thursday, May 23, 2013

Indian Pow Wow

 
Ég er í söguáfanga í skólanum sem fjallar um Amerísku Indjánana (Native Americans/Indians), sögu þeirra, menningu, réttindi, siði og venjur. Virkilega áhugavert að mínu mati og ég læri eitthvað nýtt í hverjum tíma. 

Kennarinn minn mælti með þessum árlega viðburði sem kallast Pow Wow en þar koma saman hinir ýmsu Indjánaættbálkar yfir heila helgi í íþróttahöll háskólans og syngja, dansa og selja "Indjána" varning.

Við urðum auðvitað að fara og sjá hvernig svona samkomur færu fram og Eyþór var mjög ánægður með litríka myndefnið :)
 
Fortíðin og nútíðin mætast.
Við keyptum flísteppi með Indjánamunstri af þessum hressa kalli.
 
  Kem með fleiri myndir frá þessum viðburði seinna, það voru svo margar teknar! Við erum annars á leiðinni í fjögurra daga ferðalag en við ætlum að skoða Oregon strandlengjuna og heimsækja höfuðborg fylkisins, Portland.