Thursday, May 23, 2013

Indian Pow Wow

 
Ég er í söguáfanga í skólanum sem fjallar um Amerísku Indjánana (Native Americans/Indians), sögu þeirra, menningu, réttindi, siði og venjur. Virkilega áhugavert að mínu mati og ég læri eitthvað nýtt í hverjum tíma. 

Kennarinn minn mælti með þessum árlega viðburði sem kallast Pow Wow en þar koma saman hinir ýmsu Indjánaættbálkar yfir heila helgi í íþróttahöll háskólans og syngja, dansa og selja "Indjána" varning.

Við urðum auðvitað að fara og sjá hvernig svona samkomur færu fram og Eyþór var mjög ánægður með litríka myndefnið :)
 
Fortíðin og nútíðin mætast.
Við keyptum flísteppi með Indjánamunstri af þessum hressa kalli.
 
  Kem með fleiri myndir frá þessum viðburði seinna, það voru svo margar teknar! Við erum annars á leiðinni í fjögurra daga ferðalag en við ætlum að skoða Oregon strandlengjuna og heimsækja höfuðborg fylkisins, Portland.