Hér eru nokkrar myndir frá rölti okkar um tvö hverfi niðri í bæ, Pioneer Square og China Town. Þegar við ferðumst og búum á nýjum stöðum þá langar okkur helst að skoða viðkomandi borg eins og hún leggur sig. Þess vegna erum við að reyna að skoða sem flest (spennandi) hverfin í borginni á þessum stutta tíma sem við erum hér. Við vorum ekkert svakalega hrifin af þessum hverfum en China Town er yfirleitt frekar "shabby" en ég hélt þó að það væri líflegra hverfi eins og maður sér í bíómyndunum... :)
Century Link Field, heimavöllur Seattle Seahawks sem er football liðið hér í borg.
Það er alltaf verið að vingast við afgreiðslufólk vintage búða. Þessi býr í hálfgerðri kommúnu með 32 öðrum einstaklingum í húsi sem áður var geðsjúkrahús. Hann bauð okkur í heimsókn, þurfum að fara að tjekka á því.. :)
Eyþór á einu af mörgum torgum í Pioneer Square hverfinu.
Welcome to China Town.
Svona líta flestar búðirnar út í China Town.
Kínahverfið að skarta sínu fegursta...
Við fórum á ótrúlega góðan fínni samlokustað - Delicatus.
No comments:
Post a Comment