Þessar myndir sýna ekki beint raunveruleikann eins og hann er í dag og hefur verið undanfarna daga. Veðrið er búið að vera fáránlegt, sól og á milli 20-28 stiga hiti. Það þýðir því ekkert annað en að taka skólabækurnar með sér og leggjast á teppi í einum af görðunum hér í borginni. Við erum svo heppin að búa rétt hjá tveimur görðum sem báðir eru við vatnið (Lake Washington), Magnuson Park og Matthews Beach en við eigum þó eftir að prófa fleiri skemmtilega garða.
Ég á fullt, fullt af myndum á lager frá undanförnum vikum en þar sem myndasnillingurinn minn skaust aðeins til Íslands þá þarf ég víst sjálf að kíkja á myndirnar og setja þær í réttar stærðir osfv. Það er alltaf mikið að gera í skólanum og þegar veðrið er svona gott þá fer myndadúllerí aftast á listann yfir það sem ég þarf að gera.. þið skiljið :)
Við fórum einn týpískanrigningardaginn í "hipstera" hverfið í borginni, Capitol Hill og fengum okkur að borða á afar áhugaverðum stað. Síðan röltum við á Melrose Market sem er markaður innandyra sem selur fína osta, kjöt, blóm og er með einhverja svaka góða veitingastaði sem við höfum þó ekki prófað.
Kalkúnasamloka með trönuberjasósu að sjálfsögðu..
Cajun Tator Tots.
Six Arms - skemmtilega öðruvísi veitingastaður.
Melrose Market
Skemmtileg ljós
Greyið strákurinn minn sem fékk liggur við heilan mánuð af rigningu og er núna heima á Íslandi á meðan það er Floridaveður í Seattle..
No comments:
Post a Comment