Thursday, May 30, 2013

A day in Fremont and Ballard

Við stelpurnar í prógramminu mínu sem komum saman til Seattle frá Bath eyddum saman góðum laugardegi fyrir skömmu. Við fórum í Fremont hverfið og skoðuðum systur Skessunnar í Hellinum heima í Keflavík, en þessi heitir Fremont Tröllið og er undir Fremont brúnni.

Næst á dagskrá var að fá sér cupcakes í Ballard og kíkja aðeins í búðir áður en við fórum en lengra inn í Ballard hverfið og nutum góða veðursins í Golden Gardens Park sem liggur við Puget Sound sem er sundið sem skilur að Seattle og Kitsap sýsluna þar sem ég bjó.

Kelly, litla host-systir mín frá Poulsbo var akkúrat í Seattle þennan daginn og eyddi hálfum degi með okkur.
Afgreiðslukonan litrík eins og bollakökurnar hér fyrir neðan.
Til þess að komast að garðinum þurfti að labba niður margar tröppur. Ferðin upp var ekkert svakalega skemmtileg..
Anne vinkona mín frá Þýskalandi.
Það er fínasta grillaðstaða sem er víst alltaf pakkfull á svona góðum dögum.
Úkraínska/þýska vinkona mín, Natalia kann sko að pósa ;)
En Irena, sjónvarpskonan frá Moskvu þykist ekki taka eftir ljósmyndaranum..

No comments: