Tuesday, May 28, 2013

A day in Tulip Town

Við vorum búin að steingleyma túlípanamyndunum! Við tökum svo mikið af myndum hérna að það er enginn tími til að líta á þær og pósta þeim öllum hér. En við gerum okkar besta og hér eru litríkar myndir frá skemmtilegum laugardegi sem við eyddum í Tulip Town. Við fórum með fjölskyldunni sem við búum hjá hér í Seattle á Túlípanafestival sem er haldið árlega í Skagit Valley sem er um klukkustund frá borginni.

Það voru margir ferðamenn á svæðinu þar sem þetta var síðasti dagurinn sem hægt var að koma og skoða og kaupa túlípana og mér sýnist ljósmyndarinn minn hafa skemmt sér betur að mynda allt fólkið heldur en blómin... 

Yndislega fjölskyldan sem við búum hjá, Nancy, Gummi og Ethan.
Ein með pósið á hreinu.

1 comment:

EddaRósSkúla said...

Ekkert smá heillandi myndir!