Thursday, June 13, 2013

Cannon Beach and Sellwood/Portland, Oregon

Við héldum áfram leið okkar frá Long Beach, Washington yfir fylkjamærin til Oregon fylkis. Þar keyrðum við í gegnum Astoria og Seaside en ákváðum að eyða deginum í Cannon Beach sem er lítill sjarmerandi strandbær þar sem þessi stóri klettur, Haystack Rock stendur. 

Síðan keyrðum við til borgarinnar Portland eða nánar tiltekið til Sellwood sem er hverfið sem við gistum í. Við leigðum herbergi hjá hjónum í gegnum AirBnB og það var yndislegt!
Við röltum um Sellwood hverfið og þar voru nokkrir food trucks en það er voða vinsælt hér í Norð-vestur Bandaríkjunum.

No comments: