Sunday, June 16, 2013

Portland dagur 2

Alltaf þegar við ferðumst til nýrrar borgar, þá reynum við að fara í önnur hverfi en miðborgina til að komast aðeins burt frá aðal túristasvæðinu. Á sunnudeginum langaði okkur í brunch og enduðum á því að fá einn besta ameríska morgunmat hingað til í Bandaríkjunum. Við keyrðum í Hawthorne hverfið sem er semi "hipstera hverfi" borgarinnar.. æj þið vitið hvað ég meina, fullt af vintage - og thrift shops, skrítnum veitingastöðum og ungu fólki. Oftast eru þetta líka fyrrum eða núverandi innflytjendahverfi. Ef einhverjum finnst jafn gaman og okkur að heimsækja svona hverfi, þá megiði sko alveg hafa samband ef þið annaðhvort viljið meðmæli eða mælið með skemmtilegum hverfum í ýmsum borgum hér í USA en við erum að fara heimsækja nokkrar borgir á næstunni, byrjum á San Francisco næsta laugardag!

En aftur að Hawthorne hverfinu.. við vorum í voða litlu myndatökustuði þennan daginn en hér fyrir neðan eru þó skemmtileg hús og flottir skór.. :)

Annars er ein mynd frá Chinatown sem fékk að laumast með, getiði hver!No comments: