Skólinn bauð okkur stelpunum í prógramminu í helgarferð til Vancouver. Við Anne frá Þýskalandi og Natalia frá Þýskalandi/Úkraínu fórum ásamt Mark sem er yfir skiptiprógramminu í road trip yfir til Kanada. Við gistum á campus University of British Columbia og vorum í raun bara í borgarferð, skoðuðum nokkur hverfi borgarinnar, fórum í dinner og brunch og svo kíktum við stelpurnar út á lífið sem er ansi fjörugt í borginni þar sem ein löng gata hýsir flesta pöbba og klúbba borgarinnar, afar hentugt. Við skoðuðum einnig Indjánasafn en það fannst okkur áhugavert þar sem tvær okkar vorum í kúrsum sem fjölluðu um sögu Indjánanna norð-vestur Norður-Ameríku heimsálfunnar.
Campusinn var mjög fallegur með útsýni yfir sjóinn og fjöllin.
Los Pollos Hermanos.. aðdáendur Breaking Bad ættu að þekkja þetta.
No comments:
Post a Comment