Monday, June 10, 2013

Long Beach, WA

Við fórum í ferðalag í lok maí þegar það var löng helgi hér í Ameríkunni. Við leigðum bíl og keyrðum til Oregon, sem er næsta fylkis fyrir neðan Washington. Fyrsti áfangastaður var Long Beach, sem er sumarleyfisbær neðst í Washington fylki, nálægt fylkjamörkunum. Við lögðum af stað á fimmtudegi eftir skóla hjá mér og keyrðum framhjá fullt af bæjum, m.a. Centralia þar sem tveir vinir mínir hafa verið skiptinemar og Olympia sem er höfuðborg Washington fylkis. Ég hafði áður keyrt þessa leið með host foreldrum mínum þegar ég var 17 ára en þau samþykktu ósk mína um að koma við í smábænum Aberdeen þar sem Kurt Cobain ólst upp. Meira skítapleisið sem það er! 

Við komum seint að kvöldi á áfangastað okkar sem var sumarbústaður host foreldra minna en Jim og fjölskylda hans eiga lítið hús við ströndina. Þangað fór ég með þeim í spring break þegar ég var í high school og það var ansi gaman að glugga í gestabókina og skoða hvað við Stephanie vinkona mín (sem fékk að koma með) höfðum skrifað um dvöl okkar í bústaðnum, í apríl 2005.
Samkvæmt frásögn okkar frá 2005 eyddum við miklum tíma í að spila Pakk við host systur mínar, horfðum á vídjó, fórum í gönguferðir á ströndinni, ég las Da Vinci Code og fór í golf með Jim og svo tók ég myndir á ströndinni fyrir ljósmyndakúrsinn í skólanum mínum.
Samkvæmt hliðinu að ströndinni er þetta lengsta strönd í heimi!
Skýin voru svakaleg!
Long Beach bærinn er svaka krúttlegur og heimamenn mjög indælir.
Bæjaryfirvöld í Long Beach ekki alveg með nafn Leifs Eiríkssonar á hreinu.
Hvað sem fólki kann að finnast um hoppumyndir þá eru þær orðnar að hefð hjá okkur þegar við ferðumst og því er ekki hægt að hætta þeim núna.. svo er amma mín svo afskaplega hrifin af þeim og hvað gerir maður ekki fyrir aðal aðdáanda bloggsíðunnar ;)

2 comments:

Ásdís said...

Skemmtilegt að lesa alltaf Valgerður :) Þið kunnið að njóta og svo kanntu líka að hoppa mjög hátt! Kannski körfuboltanum að þakka? :)

Valgerður said...

haha ekki láta blekkjast, stökkkraftur minn er vandræðalega lélegur miðað við hvað ég var svakalega góð í körfunni ;)

en takk fyrir það frænka og sömuleiðis :)