Sunday, June 16, 2013

Portland dagur 1

Fyrri daginn í Portland löbbuðum við miðbæinn endilangan eins og maður gerir oftast fyrsta daginn í nýrri borg. Við fórum að sjálfsögðu í Powell's Books sem er stærsta bókabúð í heimi, byggingin nær yfir heila húsalengju (block). 

Síðan var gerð tilraun til þess að smakka á hinum heimsfrægu Voodoo kleinuhringjum þar sem vinsælasti kleinuhringurinn er með beikoni ofan á.. og svo eru alls konar skrítnar týpur í boði (sem passar vel við borgina þar sem þetta er algjör hippaborg og slagorð borgarinnar er víst "Keeping Portland weird"). Röðin í Voodoo Doghnuts var hins vegar aðeins of löng fyrir okkur Íslendingana til þess að nenna að standa í henni en við höfum tekið eftir því að Ameríkönum finnst ekkert mál að bíða í röðum fyrir utan veitingastaði á meðan við drífum okkur út um leið og við heyrum "það er um hálftíma bið."

Um kvöldið var okkur boðið í kvöldmat til Andrey og Olgu sem eru vinahjón Anne, þýsku vinkonu minnar úr UW sem var akkúrat líka í Portland þessa helgi. Anne var áður skiptinemi í Valencia á Spáni þar sem hún kynntist Andrey sem býr í Portland. Þar áttum við áhugavert spjall, borðuðum góðan mat og enduðum kvöldið á að fræðast um Monsanto og spillinguna sem á sér stað í matvælabransanum hér í Bandríkjunum með því að horfa á Food Inc en það var vel við hæfi í þessari hippa/umhverfissinuðu borg.

Langa röðin fyrir utan hina margfrægu kleinuhringjabúð.
Þessar nenntu heldur ekki að bíða í röðinni eftir kleinuhringjum.



No comments: