Við afsökum fjarveruna en hana má skýra með því að litli bróðir minn kom í heimsókn til okkar til Seattle síðustu vikuna okkar í borginni. Síðustu dagarnir mínir í náminu voru mjög stressandi en ég þurfti að klára 20 bls. ritgerð áður en hann kom. Það hafðist og við áttum yndislega viku með litla bróður í borginni og í Poulsbo í rosa góðu veðri. Myndir frá heimsókninni koma eflaust ekki inn fyrr en eftir að við komum heim þar sem við erum núna á 3ja vikna ferðalagi. Við ætlum að vinna okkur frá vesturströndinni og yfir til New York þar sem við ætlum að vera í viku áður en við fljúgum heim.
Við sitjum hér í king size rúmi á vegahóteli í Texas, nýbúin að ná okkur í pizzu og nammi og erum að horfa á NBA draftið og því var tilvalið að setja inn myndir frá ferðinni hingað til.
Ég á ekki mikið í þessari bloggfærslu þar sem Eyþór tekur langflestar myndirnar og í þetta sinn náði ég að plata hann til þess að skrifa smá texta um dvöl okkar í San Francisco:
Það er óhætt að segja að við höfðum beðið lengi eftir því að heimsækja San Francisco. Okkur hefur dreymt um að búa í borginni sem að okkar mati átti að hafa allt til brunns að bera. Það var áður en við heimsóttum borgina. Væntingarnar voru miklar og veðrið í ferðinni okkar var ekki upp á marga fiska. Þoka, rok og smá rigningarúði. Við ákváðum að láta það ekki á okkur fá og héldum okkar striki. Í þessari rúmlega þriggja daga ferð okkar náðum við að sjá ansi margt og kynnast borginni nokkuð vel.
Við sitjum hér í king size rúmi á vegahóteli í Texas, nýbúin að ná okkur í pizzu og nammi og erum að horfa á NBA draftið og því var tilvalið að setja inn myndir frá ferðinni hingað til.
Ég á ekki mikið í þessari bloggfærslu þar sem Eyþór tekur langflestar myndirnar og í þetta sinn náði ég að plata hann til þess að skrifa smá texta um dvöl okkar í San Francisco:
Það er óhætt að segja að við höfðum beðið lengi eftir því að heimsækja San Francisco. Okkur hefur dreymt um að búa í borginni sem að okkar mati átti að hafa allt til brunns að bera. Það var áður en við heimsóttum borgina. Væntingarnar voru miklar og veðrið í ferðinni okkar var ekki upp á marga fiska. Þoka, rok og smá rigningarúði. Við ákváðum að láta það ekki á okkur fá og héldum okkar striki. Í þessari rúmlega þriggja daga ferð okkar náðum við að sjá ansi margt og kynnast borginni nokkuð vel.
Við heimsóttum á fyrsta degi Mission hverfið
sem var nokkuð áhugavert en það sló okkur strax hvað borgin var skítug og sóðaleg.
Kannski var Seattle bara svona hrein og snyrtileg? En það var strax augljóst að
San Francisco er ólík öllum þeim borgum sem við höfum heimsótt áður. Þarna er
góð blanda af fólki af öllum uppruna og mikið af skrautlegum karakterum. Það
sáum við glögglega þegar komið var í Castro hverfið þar sem samkynhneigðir halda
til að mestu leyti. Þar sáust vart
tveir karlmenn ganga saman án þess að þeir væru að leiðast. Það gerði svo
daginn fyrir okkur að sjá nektarsinna á vappi með litla gyllta sokka fyrir slátrinu.
Eins og sönnum túristum sæmir þá fórum við
niður á bryggju 39 þar sem sjá má
hið fræga Alcatraz fangelsi úti á flóanum. Þar var allt morandi í
ferðamönnum í fyndnum bolum og hreinlega of þröngt á þingi fyrir okkar smekk.
Við höfum gaman af því að gista hjá
heimamönnum og að þessu sinni var gestgjafi okkar ein eldhress og áttræð. Hún
var í alla staði frábær. Hún sótti okkur á lestarstöðina og var búin að
undirbúa fyrir okkur lista með öllum þeim upplýsingum sem hún taldi
nauðsynlegar. Sú gamla hefur marga fjöruna sopið og sagði okkur margar
áhugaverðar sögur af ferðalögum sínum um heiminn. Það er óskandi að maður verði
svona lífsglaður á hennar aldri.
Lesbíupar með íslensku fitness klippinguna.
Ófá tónleikaveggspjöld hafa verið heftuð á þennan rafmagnsstaur fyrir utan Roxie Theater í Mission hverfinu.
Svona var útsýnið okkar þegar við borðuðum hádegismat í Castro hverfinu.
Fyrsta kvöldið prófuðum við í fyrsta skipti eþíópískan mat en þjóðarrétturinn er kjöt og grænmeti í nokkuð sterkri sósu. Maður rífur bita af injera brauðinu sem er á hinum disknum og notar brauðið og fingurna til að skófla matnum upp í sig.
Þessi var mjög hress. Hann var með dúndrandi hip hop tónlist í gangi og dillaði sér við músikina en pósaði þó þegar hann þaut framhjá okkur.
Það var ansi grámyglulegt þegar við horfðum yfir á eyjuna sem hýsti hið alræmda Alcatraz fangelsi. Því miður fengum við ekki tækifæri á að skoða það þar sem maður þarf að panta miða nokkrum vikum áður og við skipulögðum ferðina okkar nokkrum dögum áður en við héldum af stað.
Pier 39.
Sú gamla var alltaf með morgunverð handa okkur.
No comments:
Post a Comment