Tuesday, January 17, 2012

Graskers cupcakes með piparkökukeim

 
Þessar gerði ég rétt fyrir jól þegar háskólavinkonur mínar komu til mín til Njarðvíkur í Litlu Jól. Ég á ennþá grasker í niðursuðudós sem ég kom með heim frá Bandaríkjunum og hef notað það í ýmsa rétti. Þessar "bollakökur" eins og farið er að segja á íslensku eru ótrúlega góðar, vel mjúkar og djúsí en samt í hollari kantinum. Ég bætti sjálf við piparkökukryddunum í lokin... svona af því að það voru að koma jól en það má sleppa þeim.

Graskers cupcakes með piparkökukeim
3, 75 dl heilhveiti 
2 tsk lyftiduft
1/2 tsk salt
1 tsk kanill
1/2 tsk negull
1/2 tsk engifer

1, 25 dl hunang
1, 25 dl graskersmauk
1, 25 dl mjólk
0,6 dl kókosolía
1 egg

Blanda blauta hér fyrir ofan saman vel saman í skál, hella svo þurrefnunum útí og blanda lauslega. Inn í ofn með þetta á 190° í 20-25 mín.

Kremið er hvít-súkkulaðismjörkrem en uppskriftina fékk ég hér: 
http://www.evalaufeykjaran.com/2011/11/gott-kokukrem.html
Einnig bætti ég grænum matarlit útí.. til að fá jólastemninguna að sjálfsögðu.

No comments: