Monday, January 30, 2012

Hveitilausar súkkulaðibitasmákökur


Ég skal viðurkenna að þetta eru ekki fallegustu smákökur sem ég maður hefur séð.. né þær bestu.
Eeen fyrir þá sem eru að reyna að forðast hveiti og mikinn sykur þá eru þetta fínustu smákökur. Eiginlega bara mjög fínar, sérstaklega í millimál. Þær eru akkurat eins og ég vil hafa smákökur, ekki of harðar og ekki of mjúkar. Ég ímynda mér að hægt sé að gera þær enn betri með að setja jafnvel saxaðar möndlur eða hnetur.. Uppskriftin er ótrúlega einföld og allt ferlið tekur svona 20 mín! Og bökunartíminn er meirasegja innifalinn. 
En það er eitt.. þið verðið að eiga matvinnsluvél/mixer eða eitthvað slíkt til að gera þessar.

Hveitilausar súkkulaðibitasmákökur
(uppskrift fengin hjá Chocholate Covered Katie)

3,75 dl hafrar
1/2 tsk matarsódi
dass af salti
4 msk púðursykur
2-3 msk brætt smjör (örugglega hægt að skipta út fyrir olíu/kókosolíu)
4 msk mjólk (eða soya/rísmjólk)
slatti af súkkulaðibitum

Setjið fyrstu 4 hráefnin í matvinnsluvél og blandið vel. Bætið síðan smjörinu og mjólkinni út í með sleikju og skellið síðan ágætri gommu af súkkulaðibitum útí.
Bakið í um 10-12 mín við 180°.

2 comments:

Anonymous said...

Snilld, takk fyrir þetta! Ég prófaði að baka þessar áðan & setti kókosolíu í staðinn fyrir smjör! Setti líka döðlur og hnetur með .. Mér finnst þær eigilega bara mjög góðar :-)

- Helga Maren

Valgerður said...

gaman að heyra! já það er alltaf hægt að bæta með döðlum og hnetum ;)