Það er tómlegt í íbúðinni eftir að hafa pakkað öllu jólaskrautinu niður í stóra jólaskrautskassann okkar. Finnst líka svolítið leiðinlegt að ég eigi sennilega ekki eftir að setja þetta upp aftur fyrr en eftir 2 jól.
- Fallegu kirkjuna fékk ég frá ömmu og afa rétt fyrir þessi jól. Þau keyptu sér hana fyrir fyrstu jólin þeirra saman fyrir 53 árum síðan.
- Þar sem íbúðin okkar er í minni kantinum er lítið pláss fyrir jólatré en móðir mín sá til þess að ég hefði allavega eitt þykjustutré.
- Mér þykir ótrúlega vænt um litla jólahúsið sem Jim & Aladene sendu mér ein jólin, en það er gert að fyrirmynd jólamálverka Thomas Kinkade. Ég fór af og til inn í búðina sem seldi málverkin sem var í miðbæ Poulsbo, þar sem ég bjó í Bandaríkjunum. Þar gat maður skoðað málverkin og dempað ljósin að vild, þar sem þau breytast eftir styrkleika ljóssins sem skín á þau.
No comments:
Post a Comment