Friday, January 6, 2012

Hveiti - og sykurlausar pönnsurHvernig eru hveiti - og sykurlausar pönnsur?
...þær eru með smá eggjabragði þar sem þær eru eggjahvítupönnsur.

Ég hef í rauninni enga uppskrift, ég slumpa alltaf bara eitthvað en síðast þegar ég gerði handa okkur tveimur þá gerði ég slatta og á ennþá í frystinum, gerði að vísu svolítið litlar. En uppskriftin gæti litið einhvern veginn svona út:

Eggjahvítupönnsur 
- 10 eggjahvítur (fyrir einn væri nóg svona 3-5 eggjahvítur) - ég kaupi stundum brúsa af eggjahvítum í Krónunni.
- 1 banani
- 4-5 msk hafrar
- Dass af kanil
- Dass af vanilludropum

Svo er auðvitað hægt að leika sér með þetta, sleppa banananum alveg og meirasegja höfrunum. Það er hægt að gera pönnsur bara úr eggjahvítum en mér finnst skemmtilegra að "krydda" þetta aðeins.

Öllu þessu er skellt í blandara og blandað mjög vel saman í um 2 mínútur.. og helst lengur. Því lengur sem maður nennir að hanga yfir blandaranm, því þykkari og meira "fluffy" verða þær (þær verða samt aldrei neitt svaka þykkar). Það er mjög gott að nota blandara en ég hef líka notað töfrasprota og það virkaði vel.

Ég eyðilegg svo alltaf hollustuna og set slatta af sýrópi yfir.. en það hægt að nota ýmislegt annað eins og berjamauk, hnetusmjör eða eitthvað þvíumlíkt.

1 comment:

Anonymous said...

sjúklega girnó :) ætla prufa þetta :P kv. hinn matarperrinn ;)
-Anja-