Saturday, January 14, 2012

Hús Fiðrildanna









Einn fagran haustdag kíktum við Harpa í búð sem heitir Hús Fiðrildanna en hún er í húsi sem heitir Hörpustaðir og er við Hörpugötu í Reykjavík. 
Þar var fullt af gersemum, mest um borðbúnað en einnig húsgögn og föt. Allt vintage eða antík að mér skilst. Húsið sjálft er líka ofurkrúttlegt, í framgarðinum blökta kjólar í trjánum og í bakgarðinum eru stólar og borð í fallegum litum og meirasegja stundum boðið uppá te.
Ég hvet ykkur til að kíkja í Hús Fiðrildanna, en áður er betra er að kynna sér opnunartímana hér.

2 comments:

ester said...

Ohh mig er búið að dreyma um að fara í þessa búð forever og ekki ennþá látið verða af því...

Valgerður said...

já einmitt, maður gleymir henni oft af því að maður er ekki beint að labba þarna framhjá..