Já þessir laugardagar hafa verið ansi kósý hér á bæ undanfarið.
Þessi laugardagur byrjaði á smá þynnku uppi í rúmi hjá sprEllen vinkonu minni og stuttu síðar sátum við nokkrar yfir besta ostborgara landsins (American Style, hvernig spyrjiði) og kjöftuðum.
Við Eyþór kíktum svo á uppáhalds gömlu hjónin okkar en það var ekki að spyrja að því að um leið og við stigum inn um dyrnar var vöfflujárninu stungið í samband. Stelpan sem fílar ekki sultu nær alltaf að redda sér og mæli ég með karamellusósu ofan á vöffluna plús smá rjóma kannski..
Við amma skoðuðum gamlar (og líka ekki svo gamlar) myndir sem flestar voru af myndarlega afa mínum á hans ungdómsárum.
Við amma skoðuðum gamlar (og líka ekki svo gamlar) myndir sem flestar voru af myndarlega afa mínum á hans ungdómsárum.
Um kvöldið var svo allsherjar fjölskyldu-pizzu-Eurovision veisla þar sem fimleikastelpan sýndi listir sínar og snyrti hárið á frænda sínum.
Eftir að hafa lesið þetta yfir geri ég mér grein fyrir að þessir ljúfu laugardagar eiga það sameiginlegt að vera átveislur miklar... ég hugsa að ég haldi þeim bara þannig í bili en hysji nú upp um mig buxurnar á hinum dögunum. Þetta má alveg stundum hmmm... ?
3 comments:
Djöfulli næs að deila með þér rúminu..haha
En já lýst vel á það að taka vel á því virku dagana en missa það "aðeins" um helgarnar, svona smá allaveg.
-Ellen Agata
já þú varst fyrsta flokks rúmfélagi!! (ég mun deila þessum upplýsingum með öllum "Ellenar-sætum" gaurum næst þegar við förum saman á djammið)
Já Valgerður það má!
Post a Comment