Sunday, March 11, 2012

P50 á Hótel Rangá

Nei, þetta er ekki fjölskyldujólakort Kardashian fjölskyldunnar í ár...

Besti pabbinn varð fimmtugur í síðustu viku og fór öll fjölskyldan saman á Hótel Rangá. 
Þar snæddum við góðan mat og fengum smá sjokk þegar eigandi hótelsins tilkynnti borðgestum að það sæist í norðurljós. 95% gesta var rokinn út um dyrnar á svona tveimur sekúndum og eftir sátu Íslendingar á tveimur borðum. Eyþór var að tala í símann frammi þegar þetta átti sér stað og sagði við vin sinn að hann þyrfti að skella á því það væri sennilega að kvikna í hótelinu (svona var æsingurinn í túristunum).

Fyrir mat fengum við fordrykk og kræsingar inni á herberginu og þar gáfum við pabba afmælisgjöfina sem var 66 mínútna vídjó sem fjallaði um hann. Mikil vinna búin að vera í vídjóið og fullt af vinum og ættingjum sem tóku þátt í þessu með okkur. Gamli var held ég bara hæstánægður með gjöfina :)

Eftir matinn fengum við svo túr um lúxussvíturnar sem voru lausar þann daginn. Það var ekkert smá skemmtilegt, ótrúlega flott hönnun og örugglega upplifun að gista þarna. Síðasta myndin er einmitt tekin í Suðurskautssvítunni. 

Yndislegt kvöld með fjölskyldunni og mæli ég svo sannarlega með Hótel Rangá, litli bróðir er farinn að leggja fyrir pening svo hann geti einhvern tímann gist í lúxussvítunum..

7 comments:

Hildur Björk said...

Skemmtilegar myndir frá ótrúlega skemmtillegu kvöldi :)

Anonymous said...

Vá lítur vel út hjá ykkur. Var einmitt að velta fyrir mér hvort að þið hafið tekið þetta alla leið og leigt eina af lúxussvítunum þegar ég sá myndina ;)
Gugga

Karen Lind said...

Ég hló tvisvar upphátt. Mjög fyndið þetta með norðurljósin og að Eyþór hafi haldið að það væri kviknað í. Haha.

Annars flott hótel og flottar myndir. Ég þarf að prófa þetta einn daginn.

Til lukku með pabba! :)

Valgerður said...

takk takk :)

og já þetta var ansi skemmtilegt með túristana

Anonymous said...

OK, ég verð að eignast svona mörgæs..!!haha

-ellen agata

Svart á hvítu said...

Vá draumagjöf, en þetta hótel hljómar mjög spennandi!:)
-Svana

Valgerður said...

já einmitt, það var svaka upplifun bara að koma inn í allar svíturnar, langar soldið að gista þarna líka :)