Þessar múffur gerðum við litli bróðir saman en við vildum gera eitthvað upp úr Disney matreiðslubókinni hans. Þar fundum við súkkulaðibitamuffins en þar sem við erum bæði soldið súkku/karamellusjúk þá datt okkur í hug að setja rolo bita í staðinn fyrir súkkulaðibita.
Það heppnaðist mjög vel og þessar eru afar gómsætar.
Rolo muffins
úr Disney matreiðslubók - breytt uppskrift
150 g sykur
150 g smjör
3 egg
160 g hveiti
1 tsk kanill
2 tsk lyftiduft
dass af salti
2 rúllur af rolo
Krem:
3 rúllur af rolo
smá mjólk/rjómi til að bræða saman
Byrjað er að þeyta smjör og sykur saman - ég notaði Kitchen Aid vél í það.
Síðan er einu og einu eggi bætt saman við og hrært vel.
Restin er sett útí og aftur - hræra vel.
Formin gerð tilbúin og síðan er deiginu hellt út í - en bara upp að hálfu formi. Síðan settum við tvo rolo bita í hvert form og smá deig aftur yfir til að þekja bitana.
Þetta er svo bakað við 200° í um 15 mín.
Til að gera þetta enn meira djúsí bræddum við 3 rolo rúllur í potti með smá matreiðslurjóma, settum svo inní ískáp og leyfðum þessu að kólna og þykkjast í um 2 klst.
4 comments:
mmm...girnó!
sammála sollu!
Neei hættu nú Valgerður.. nú ferðu alveg með mig!
haha Ester það er markmiðið ... ;)
Post a Comment