Tuesday, August 21, 2012

Hringferð - AkureyriAkureyri er og verður alltaf í sérstöku uppáhaldi hjá mér. Ég get ekki alveg sett fingurna á það hvað það er sem lætur mig laðast að þessum bæ en mér líður alltaf svo vel þarna.

Eftir ískalda nótt í tjaldi á Mývatni keyrðum við til Akureyrar á laugardagsmorgni og pöntuðum herbergi á gistiheimilinu Sólgarðar sem við mælum 100% með! Virkilega kósý og staðsett á besta stað í miðbænum.
Við eyddum sólarhring í borgarfíling, röltum um bæinn, fórum á kaffihús og kíktum í vintage - og hönnunarbúðir, fengum okkur tælenskan mat (sumir fengu sér líka akureyríska pYlsu) og fórum meirasegja í bíó. Smá breik frá náttúruskoðun og tjaldi var akkúrat það sem við þurftum. 
Á sunnudeginum borðuðum við góðan brunch í Hofi og skoðuðum Lystigarðinn fallega.

No comments: