Thursday, August 9, 2012

Hringferð - Austurland fyrri hluti

Jæja..hvert vorum við komin á hringferðinni.. 
Við komum á Austurlandið um kvöldið þar sem móðurfjölskylda mín var í þremur bústöðum á Eiðum sem er rétt fyrir utan Egilsstaði. Þar áttum við virkilega góða 5 daga, vorum þegar mest var 20 manns og fórum í dagsferðir um Austurlandið með afa leiðsögumanni í fararbroddi en hann átti heima á Neskaupsstað og Eiðum þegar hann var yngri. Móðurbróðir minn hefur einnig búið á Egilsstöðum og Seyðisfirði og hann var enginn eftirbátur afa í fararstjórahlutverkinu. 


Atlavík
Skriðuklaustur, hið glæsilega hús Gunnars Gunnarssonar rithöfundar. 
Við keyrðum að Kárahnjúkavirkjun, það var svakalegt mannvirki. Get ekki ímyndað mér hvernig það var að vinna þarna um hávetur að byggja stíflu og stafla grjóti. Hljómar ekkert rosalega vel..
Eyþór með "málverk" í bakgrunni. Þarna sjáiði gjána sem Ómar Ragnarsson flaug í gegnum á flugvélinni sinni til að sýna fólki náttúruna á Kárahnjúkum.
Þetta er útsýnið sem Kjarval hafði þegar hann fór í litla kofann sem hann átti á Austurlandi.
Njarðvíkingarnir
Hér erum við á Borgarfirði Eystri að skoða lunda, þeir skríða alltaf ofan í þessar holur á klettinum.
Hér er Bræðslan haldin.
Á höfninni á Borgarfirði Eystri.

No comments: