Wednesday, August 29, 2012

Maja

Þetta er Maja og hún er frá Serbíu.

Hún kom og gisti hjá okkur eina nótt í síðustu viku en við skráðum okkur nýlega á Couchsurfing.com. 
Þar getur fólk búið sér til profile og annað hvort tekið á móti fólki og leyft því að sofa á sófanum hjá sér - eða  fengið að sofa á sófum víðsvegar um heiminn þegar verið er að ferðast.
Okkur langar jafnvel að prófa þetta þegar við munum ferðast eitthvað um löndin þrjú sem við munum búa í næstu tvö árin. Þess vegnar langaði okkur líka að prófa að leyfa fólki að gista hjá okkur og erum við nú þegar búin að leyfa 5 manns að gista hjá okkur síðastliðna viku.

Maja er sálfræðinemi og fimleikaþjálfari og býr í næststærstu borg Serbíu, Novi Sad. 
Áður en hún kom til Íslands hafði hún ferðast ein (og á puttanum) um Noreg og Færeyjar og var búin að eyða þremur vikum á Íslandi áður en hún kom til okkar daginn áður en hún flaug aftur út.
Hún skilur og talar norsku og íslensku en hún lærði það sjálf í gegnum internetið.

Það var mjög gaman að spjalla við hana og fræðast um hana, Serbíu og ferðalögin hennar.

5 comments:

Bergey said...

Snilld ..mig hefur einmitt mikið langað að prufa þetta Couchsurfing..bæði að fá gest og gista hjá öðrum! :)

Anonymous said...

Vá en spennandi..vonandi gat hún sagt þér eitthvað skemmtilegt og fræðandi:)

Anonymous said...

kv Jovana:)

Valgerður said...

já þetta var bara mjög skemmtileg reynsla og hún hafði frá miklu að segja. Þegar ég var að afsaka hvað íbúðin okkar væri lítil sagði hún mér að þetta væri fínasta íbúð fyrir fjölskyldu í Novi Sad og að launin þar væru rosalega lág og að það væri mjög erfitt að finna vinnu.. og margt fleira fróðlegt.

Já Bergey, ég er einmitt að skoða couchsurfing fólk í London núna, ætla að vera þar í 2 nætur áður en ég flyt út til Bath í sept :)

Bergey said...

Hvenær eru þið að koma í sept? Hér hjá okkur er pínulítill sófi, en ansi góð uppblásin dýna og er ykkur velkomið að gista á henni ;)