Ég er alltaf að velta fyrir mér hinum ýmsu mögulegu orsakasamböndum.
- Af hverju verður húðin á mér alltaf svona slæm í útlöndum? Ætli það sé vatnið eða er ég að borða óhollari mat?
- Hvað veldur stressi í mínu lífi?
- Af hverju líður mér oft betur í líkamanum eftir að hafa borðað óhollan mat en hollan?
... Þetta eru orsakasamböndin sem ég hugsa um í mínu persónulega lífi en svo er ég auðvitað endalaust líka að velta fyrir mér ýmsum orsakasamböndum í samfélaginu og fæ oft útrás fyrir þessum pælingum í náminu mínu.
Nýjasta pælingin er virkilega djúp: Hvers vegna eru neglurnar á mér svona fínar og sterkar eftir að ég flutti til Englands?
Ég tók með mér íslenskar þaratöflur út en þær eiga að herða neglurnar og þær hafa alltaf gert það síðan ég byrjaði að taka þær.. upp að vissu marki. Málið er bara að neglurnar mínar klofna alltaf og það er óþolandi þar sem ég næ aldrei að láta þær vaxa. Ég nagaði neglurnar í mörg ár en hætti því fyrir um 3 árum og er því enn að reyna að gera þær fínar og sterkar.
Ég tók líka með mér glæra naglalakkið sem á að herða neglurnar, mæli með þessu Maybelline lakki:
Þetta tvennt hefur alltaf virkað ágætlega hingað til en síðan ég flutti út eru neglurnar fínni sem aldrei fyrr.
Það rann upp fyrir mér þegar ég fór að brjóta heilann um hvað gæti verið að orsaka þessu að skýringin tengist mikillar minnkunar á vatnsnotkun. Og þá meina ég ekki að ég hafi ekki verið duglega að drekka ógeðslega breska vatnið, því það hef ég svo sannarlega, en hendurnar mínar snerta mun sjaldnar vatn en áður fyrr.
Skýringar?
- Við erum með hreingerningarkonur sem koma hingað allavega 1x í viku (stundum 2x) og þrífa íbúðina. Ég hef því ekkert þurft að skúra né þurrka af en ég fann alltaf mikinn mun á nöglunum mínum heima eftir þrif.
- Eyþór sér um allt uppvask.
- Ég fer mun sjaldnar í sturtu eftir að ég kynntist SNILLDAR þurrsjampói! Ég hafði aldrei notað þetta og var vön að fara í sturtu á hverjum einasta degi, annars varð hárið svo skítugt. Mæli innilega með þessu:
Slétta og þunna hárð mitt verður allt annað þegar það er smá skítugt og ef maður spreyjar þessu yfir rótina, þá lítur hárið ekki út fyrir að vera skítugt plús að maður fær lyftingu og þykkt (hér mæli ég líka með þessum sniiiiiilldar bursta til að túbera):
Niðurstaðan er sú að ég verð víst að vera með hreingerningakonu og nota þurrsjampó ef ég ætla að halda nöglunum svona fínum.
....jæja, nú ætti ég að vera góð í Mastersritgerðina, þar sem ég mun að vísu nota aðeins vísindalegri rannsóknaraðferðir og mun fjalla um aðeins dýpra málefni en naglavöxt ;)
4 comments:
Ég lifi á þurrsjampói... vissiru að Batiste er komið með kirsuberjalykt?
Ég þarf greinilega að prófa þessar þaratöflur, var einmitt að röfla yfir klofnum nöglum í dag!
Haha vá ertu að grínast, ég hef líka þvílíkt pælt í þessum naglamálum eftir að ég flutti hingað út. Mínar neglur hafa verið óvenju fínar eftir að ég flutti, bæði vaxa hraðar og klofna ekki. Hef einmitt pælt mikið í þessu en finn enga skýringu, ég er svipað mikið í vatni hérna úti og heima... Vona að hárið mitt fylgi þessu fordæmi og fari að síkka hraðar!
Namm Ester!! ég þori aldrei að kaupa nýja týpu því ég er svo hrædd um að kaupa óvart brúnt sprey.. haha.
já Edda amma mældi með þessu, ég hafði enga trú á þessu fyrst en þetta virkar mjög vel! maður finnur slatta mun.. allavega á hversu harðar þær eru, veit ekki með klofningu :/
Damn Heiða, þú eyðilagðir orsakasambandið mitt!! ;)
þetta heldur þá áfram að vera ráðgáta..hehe.
En hárið mitt hefur heldur betur fylgt þessu fordæmi, það er loksins farið að síkka aftur.. mjög glöð með það.
Post a Comment