Saturday, May 11, 2013

Dinner at the Burke house

Okkur var boðið í mat heim til Erics eitt laugardagskvöldið sem endaði á því að vera eitt skemmtilegasta kvöld sem við höfum upplifað í langan tíma. Ég þekki Eric í gegnum sameiginlega vini frá high school og við Edda Rós hittum hann á Íslandi þegar hann ferðaðist einn um landið okkar í rúman mánuð á puttanum fyrir nokkrum árum.

Hann bauð okkur Eyþóri í mat og við áttum gott kvöld með foreldrum hans og sambýlingum í húsinu þar sem einnig búa kjúklingar og kanínur í bakgarðinum. Við fengum að kíkja á dýrin og gefa þeim að borða og svo var spjallað langt fram á nótt yfir góðum mat og hvítvíni.

Þetta var einnig kveðjustund þar sem Eric flutti til Kazakhstan nokkrum dögum seinna en konan hans býr þar. Þau eru að fara gifta sig í Kazakhstan í sumar og eru búin að fá brúðargjöf frá foreldrum hennar, 10 lömb! Okkur er boðið í brúðkaupið og við erum að spá hvort við eigum ekki bara að splæsa í ferð til Kazakhstan í ágúst.. ;) 
Það er afar skemmtileg stemning í hverfinu. Af og til eru götupartý og þá hafa nágrannarnir fengið leyfi til þess að mála á götuna.
Algjör hlunkur þessi kanína :)
Litlir kanínuungar! Hef aldrei séð slíka áður.
Kjúklingarnir voru hressir.
Við fengum skemmtilegan hrísgrjónarétt, svipað og paella, með önd sem hafði áður verið í bakgarðinum þeirra!
Eric að æfa sig að tala íslensku.

2 comments:

EddaRósSkúla said...

Vá snilld! Hefði nú verið gaman að borða bakgarðsönd í þessu skrautlega hverfi.

Valgerður said...

já enda söknuðum við þín eins og þú fékkst að heyra "live" ;)