Gas Works Park er eiginlega einn af allra uppáhalds stöðunum mínum í Seattle. Stemningin þarna á fallegum degi er varla hægt að lýsa, allavega á þessu föstudagseftirmiðdegi sem við eyddum í garðinum var fólk í picnic, að æfa sig á jafnvægisbandi og svo var utandeildin í "kickball" með mót. Það voru allir ánægðir með góða veðrið og þetta ryðgaða ferlíki í miðjum garðinum er bara sjarmerandi þó það passi ekkert inn í umhverfið..
Við lágum í grasinu í góða stund og horfðum yfir vatnið, til miðborgarinnar og fengum bæði þessa tilfinningu hvað við værum ótrúlega ánægð að hafa fengið tækifæri til þess að búa í þessari æðislegu borg.
Sorry með myndaflóðið en þetta er bara svo yndislegur staður!
2 comments:
Elska svona garðastemmingu!
Ég elska Seattle með þínum augum!
Post a Comment