Wednesday, May 8, 2013

Suzzallo library reading room

Hér er ég í dag, í aðal lesrými Suzallo bókasafnsins á campus að lesa heimildir fyrir ritgerð um mismunandi lýðræðisvæðingaraðferðir sem Bandaríkin og Evrópa nota í löndum sem tilheyrðu Sovétríkjunum. 
Við tókum þessar myndir fyrir nokkrum vikum þegar Eyþór kom með mér í skólann að læra en hér eru allar byggingar og bókasöfn opin almenningi (nema á kvöldin). Þetta lesrými er víst kallað "The Harry Potter Room" af nemendum. Það er mjög góð aðstaða til þess að læra víðast hvar á campus og þetta lesrými er aldrei fullt. Eins og þið sjáið hér var það algjörlega tómt þennan daginn! En þetta var á laugardegi og yfirleitt er campusinn svakalega rólegur á laugardögum og byggingarnar opna ekki fyrr en á hádegi. Hins vegar er bókasafnið fullt á sunnudagskvöldum.. þessir unglingar ;)
Stærsta bók í heimi!

1 comment:

Heiða Rut said...

Fallegt!