Sunday, April 29, 2012

Eyðibýli


Mig grunar að þið eigið eftir að sjá ennþá fleiri myndir af eyðibýlum í sumar en við Eyþór vonumst til þess að sjá fleiri á ferð okkar um landið í júlí. 
Þetta eyðibýli er bara rétt hjá bústaðnum okkar, hinu megin við Búrfellið. Við stóðumst ekki mátið að kíkja á það en okkur til mikils ama var hvergi hægt að komast inn í húsið.
Þannig að útimyndir verða að duga í þetta skiptið.. og svo ein hoppmynd í lokin.

Friday, April 27, 2012

Brussel


Ég fór í skemmtilega vinnuferð til Brussel í lok mars. 
Á þessum myndum má sjá það sem Brussel er þekktust fyrir; vöfflur, dónasúkkulaðibörn, fallega gamla bæinn og ESB byggingar.

Tuesday, April 24, 2012

Kjúklingur með kex-raspi



Jæja þá er ég komin heim frá London og myndir frá þeirri ferð og Brussel ferðinni eru eitthvað óþægar.. þær nenna ekki að lóda sér inní tölvuna mína. Myndavéla, kortalesara, korta og linsustússið er mikið á mínu heimili þannig að þessir hlutir fara oft á fleygiferð sem þýðir að stundum lóda ég ekki inn myndum fyrr en löngu eftir að þær eru teknar.. En þetta kemur allt saman á endanum.


Að öðru -Namm hvað þessi kjúllaréttur er góður! Djúsí og fáránlega einfaldur.
Ég gerði hann um páskana uppí sumarbústað þar sem ég eyddi helginni með þremur strákum og tveimur á unglingsaldri og þeir borða ekkert hvað sem er... Þetta er því ekki hollasti rétturinn í bókinni en svona ekta laugardags þegar maður vill tríta sig :)


Þetta er í rauninni engin uppskrift en hér eru allavega innihaldsefnin, hversu mikið þið viljið nota af hverju fer algjörlega eftir smekk.


Kjúklingur með kex-raspi
Kjúklingabringur
Mango Chutney 
Mexíkó ostur
Ostakex með chilibragði (fæst t.d. í Bónus og Hagkaup í bláum pakka) eða bara Ritzkex


Gott er að byrja á því að krydda bringurnar með kryddi að smekk. Síðan smyrja þær vel með mango chutney í eldföstu móti. Mexíkó osturinn er rifinn yfir bringurnar. Því næst er kexið mulið yfir.
Inní ofn á 180 í um 25 mín minnir mig, ég er aldrei með neinn fastan tíma..


Rosa gott að hafa sætar kartöflur og salat með.


Guten Appetit!

Wednesday, April 18, 2012

Forever young

..ég mun syngja þetta lag í allan dag!
Aldarfjórðungs gömul er staðreyndin í dag. 
Afmælisdagurinn í fyrra var yndislegur, getið lesið um hann hér.
Í dag er kannski ekki jafn gott veður og var í Vínarborginni í fyrra og ég mun sennilega ekki gera jafn mikið en þetta árið verð ég þó með fjölskyldu og vinum og er það ekki það sem skiptir máli.. :)
Annars verður aftur rólegt á blogginu næstu daga þar sem ég er off to London í vinnuferð.


Pís át!

Tuesday, April 17, 2012

Páskapartý í svart/hvítu


Það mætti halda af þessu bloggi að eina sem ég gerði væri að gera eitthvað fjölskyldukósí og dunda mér í eldhúsinu.. en það er sko aldeilis ekki, ég er bara svo sjaldan með myndavélina þegar ég fer út á lífið. 
En þegar þetta fallega fólk kom til okkar í páskapartý þá var nú gott tilefni til að rífa upp myndavélina. Myndavélin var samt ekki tekin með niðrí bæ þar sem við tók verulega sveitt og troðin stemning á tónleikum með Úlfur Úlfur sem við vinkonurnar erum að fíla í botn þessa dagana.

Monday, April 16, 2012

Páskahelgin

(útsýnið frá stofuglugganum okkar/pallinum)
Sumir þóttust vera krossfestir á Föstudeginum langa..

Páskahelgin var verulega ljúf. 
Henni var eytt í Þrastarskóginum í fínasta veðri.
Það var farið út að hlaupa í fallegu umhverfi, spilaðir nokkrir körfuboltaleikir, einhverjir einokuðu sjónvarpið í stofunni með FIFA á meðan aðrir lásu inni í herbergi, Kerið var heimsótt og við fundum ævintýralegt eldrautt umhverfi í nágrenni bústaðarins sem við höfðum aldrei séð fyrr.
Við heimsóttum við tvö eyðibýli sem við komumst þó ekki inn í (nema bílinn) fyrir utan sem hafði síðast verið skoðaður tveimur árum áður en litli bróðir fæddist.
Mikið súkkulaði var innbyrgt sem og amerískar pönnsur, beikon, vöfflur og mitt uppáhald; french toast (jájá það var svosem veisla..)
Á Páskadag fann svo brósi loksins páskaeggið sitt UNDIR (ekki í - ég veit mín takmörk) ruslapokanum í stóru ruslatunnunni.

Friday, April 13, 2012

Ólífubrauð með parmesanosti



Þessi brauðuppskrift frá Sollu er sú sem ég geri langoftast og sérstaklega þegar ég vil galdra fram nýtt brauð með súpunni á engum tíma. Þetta er svo mikil snilld að mörgu leyti. Ég á oftast allt í þetta, það er ekkert ger í uppskriftinni (ég baka aldrei ger-brauð) sem þýðir að deigið þarf ekki að hefast. Þetta tekur enga stund og þarf mjög lítið að hræra eða vesenast.

Í þetta skiptið átti ég (Eyþór) svartar ólífur (sem ég er rétt byrjuð að borða - í mjög litlum bitum) og mig langaði að poppa brauðið aðeins upp. Mér finnst það gefa brauðinu ómissandi keim að nota kúmenfræin en sumir á heimilinu eru ekki hrifnir af því þannig að stundum set ég helminginn af deiginu í formið, set svo kúmenfræin í hinn helminginn og í restina af forminu. Þá geta allir verið sáttir.Í þetta skiptið sleppti ég kúmeninu þar sem ég bætti við ólífum og rifnum parmesanosti sem ég stráði ofan á í lokin. Hefði jafnvel verið gott að hafa ostinn líka í deiginu, prufa það næst :)


Hafra- og speltbrauð Sollu með ólífum og parmesanosti
4 dl spelt/heilhveiti
1 dl graskersfræ1 dl hörfræ
1 dl sólblómafræ
1 dl tröllahafrar eða haframjöl
1 msk vínsteinslyftiduft
1/2 tsk kúmen
1/2 tsk salt
2-3 msk hunang
2 1/2 dl vatn
1 msk sítónusafi
bætt við: handfylli af ólífum skornar í litla bita og parmesan ostur eftir smekk


(ég skipti oft út einhverju fræi ef ég á það ekki og nota t.d. sesamfræ, það á ég alltaf - annars er hægt að nota bara smá meira af hverju fræi)


Bara blanda saman þurrefnum í skál - svo blautefnin útí og hræra saman með sleif. 
Það þarf bara rétt að hræra og þá er þetta reddí í form.
Ég set alltaf bökunarpappír í formkökuform og svo deigið útí.
Baka við 180° í um 25 mín.

Wednesday, April 11, 2012

NYC 2.hluti


Eyþór fór í fyrsta sinn til NYC og gisti í Chinatown þar sem varla var töluð enska, hitti Drew vin minn frá Seattle sem býr í Brooklyn, fór á NBA leik, borðaði gómsætan mat og rölti þangað til harðsperrur og hælsæri létu á sér kræla. 

Og já, hnífarnir á mynd 2 eru bjórdælur en þær voru á einum besta veitingastað sem drengurinn hefur farið á að hans sögn, falinn grillstaður í Brooklyn sem heitir Fette Sau minnir mig.