Monday, April 9, 2012

Ljúfur laugardagur


Þennan ljúfa laugardag áttum við fyrir nokkrum helgum þegar við hittum nokkra fjölskyldumeðlimi í fyrsta skipti en þau búa úti á landi og við hittumst ekki svo oft. Ég var ekki lengi að eignast nýja vinkonu sem vildi ekki sleppa þegar ég fór. 
Frændi sýndi okkur bit-sárið sem hann fékk í skólanum en það þótti sniðugt að það leit út alveg eins og Man Utd. merkið. Þetta hlaut að hafa verið planað hjá gaurnum sem beit hann í skólanum (já hann er að verða 15 ára þessi frændi minn... stemning í elstu deildinni) þar sem frændi minn er gallharður Utd. maður.
Í borginni heimsóttum við svo tvo litla frændur, prófuðum Roadhouse og sofnuðum næstum yfir mynd á þýsku kvikmyndahátíðinni..

Afmæliskakan hans Eyþórs fékk að fljóta með þó hún hafi ekki verið gerð þennan laugardag. 
Hann var samt ekki að verða 10 ára... ;)

Páskahelgin var einnig ljúf en henni var eytt uppí sumarbústað með engri nettengingu, nokkuð fín tilbreyting..

1 comment: