Monday, April 16, 2012

Páskahelgin

(útsýnið frá stofuglugganum okkar/pallinum)
Sumir þóttust vera krossfestir á Föstudeginum langa..

Páskahelgin var verulega ljúf. 
Henni var eytt í Þrastarskóginum í fínasta veðri.
Það var farið út að hlaupa í fallegu umhverfi, spilaðir nokkrir körfuboltaleikir, einhverjir einokuðu sjónvarpið í stofunni með FIFA á meðan aðrir lásu inni í herbergi, Kerið var heimsótt og við fundum ævintýralegt eldrautt umhverfi í nágrenni bústaðarins sem við höfðum aldrei séð fyrr.
Við heimsóttum við tvö eyðibýli sem við komumst þó ekki inn í (nema bílinn) fyrir utan sem hafði síðast verið skoðaður tveimur árum áður en litli bróðir fæddist.
Mikið súkkulaði var innbyrgt sem og amerískar pönnsur, beikon, vöfflur og mitt uppáhald; french toast (jájá það var svosem veisla..)
Á Páskadag fann svo brósi loksins páskaeggið sitt UNDIR (ekki í - ég veit mín takmörk) ruslapokanum í stóru ruslatunnunni.

No comments: