Tuesday, April 24, 2012
Kjúklingur með kex-raspi
Jæja þá er ég komin heim frá London og myndir frá þeirri ferð og Brussel ferðinni eru eitthvað óþægar.. þær nenna ekki að lóda sér inní tölvuna mína. Myndavéla, kortalesara, korta og linsustússið er mikið á mínu heimili þannig að þessir hlutir fara oft á fleygiferð sem þýðir að stundum lóda ég ekki inn myndum fyrr en löngu eftir að þær eru teknar.. En þetta kemur allt saman á endanum.
Að öðru -Namm hvað þessi kjúllaréttur er góður! Djúsí og fáránlega einfaldur.
Ég gerði hann um páskana uppí sumarbústað þar sem ég eyddi helginni með þremur strákum og tveimur á unglingsaldri og þeir borða ekkert hvað sem er... Þetta er því ekki hollasti rétturinn í bókinni en svona ekta laugardags þegar maður vill tríta sig :)
Þetta er í rauninni engin uppskrift en hér eru allavega innihaldsefnin, hversu mikið þið viljið nota af hverju fer algjörlega eftir smekk.
Kjúklingur með kex-raspi
Kjúklingabringur
Mango Chutney
Mexíkó ostur
Ostakex með chilibragði (fæst t.d. í Bónus og Hagkaup í bláum pakka) eða bara Ritzkex
Gott er að byrja á því að krydda bringurnar með kryddi að smekk. Síðan smyrja þær vel með mango chutney í eldföstu móti. Mexíkó osturinn er rifinn yfir bringurnar. Því næst er kexið mulið yfir.
Inní ofn á 180 í um 25 mín minnir mig, ég er aldrei með neinn fastan tíma..
Rosa gott að hafa sætar kartöflur og salat með.
Guten Appetit!
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
3 comments:
mmm girnó! :)
Sólveig
soskars.123.is
já prófaðu! fínt fyrir manninn þinn sem borðar ekki grænmeti haha :) mæli með að hafa kexbitana soldið stóra, þá verður þetta vel crunchy
Óguð! Ég er að fara að gera þennan um helgina :)
Post a Comment