Friday, April 13, 2012

Ólífubrauð með parmesanosti



Þessi brauðuppskrift frá Sollu er sú sem ég geri langoftast og sérstaklega þegar ég vil galdra fram nýtt brauð með súpunni á engum tíma. Þetta er svo mikil snilld að mörgu leyti. Ég á oftast allt í þetta, það er ekkert ger í uppskriftinni (ég baka aldrei ger-brauð) sem þýðir að deigið þarf ekki að hefast. Þetta tekur enga stund og þarf mjög lítið að hræra eða vesenast.

Í þetta skiptið átti ég (Eyþór) svartar ólífur (sem ég er rétt byrjuð að borða - í mjög litlum bitum) og mig langaði að poppa brauðið aðeins upp. Mér finnst það gefa brauðinu ómissandi keim að nota kúmenfræin en sumir á heimilinu eru ekki hrifnir af því þannig að stundum set ég helminginn af deiginu í formið, set svo kúmenfræin í hinn helminginn og í restina af forminu. Þá geta allir verið sáttir.Í þetta skiptið sleppti ég kúmeninu þar sem ég bætti við ólífum og rifnum parmesanosti sem ég stráði ofan á í lokin. Hefði jafnvel verið gott að hafa ostinn líka í deiginu, prufa það næst :)


Hafra- og speltbrauð Sollu með ólífum og parmesanosti
4 dl spelt/heilhveiti
1 dl graskersfræ1 dl hörfræ
1 dl sólblómafræ
1 dl tröllahafrar eða haframjöl
1 msk vínsteinslyftiduft
1/2 tsk kúmen
1/2 tsk salt
2-3 msk hunang
2 1/2 dl vatn
1 msk sítónusafi
bætt við: handfylli af ólífum skornar í litla bita og parmesan ostur eftir smekk


(ég skipti oft út einhverju fræi ef ég á það ekki og nota t.d. sesamfræ, það á ég alltaf - annars er hægt að nota bara smá meira af hverju fræi)


Bara blanda saman þurrefnum í skál - svo blautefnin útí og hræra saman með sleif. 
Það þarf bara rétt að hræra og þá er þetta reddí í form.
Ég set alltaf bökunarpappír í formkökuform og svo deigið útí.
Baka við 180° í um 25 mín.

No comments: