Friday, May 11, 2012

Ansi skemmtilegt far til KeflavíkurÉg þurfti að redda mér fari heim til Keflavíkur eftir boð í Ráðhúsinu í gær þar sem rútan átti ekki að koma fyrr en eftir 2 klst. Ég var ekki að nenna að hanga í bænum og heyrði fyrir tilviljun í Hildi systur sem var akkúrat á leið í flugtíma. Eftir 20 mínútna göngu á Reykjavíkurflugvöll beið mín þar lítil rella sem flaug með mig til Keflavíkur á korteri. Þetta var fyrsta flugið mitt í svona lítilli vél og ég var fyrsti farþegi litlu systur.... ooog þetta var algjör snilld! Ógeðslega gaman og get ég ekki beðið eftir að fara aftur og þá lengri túr, þá tek ég pottþétt með mér myndavélina (ég smellti nokkrum á litla venjulega Nokia símann minn sem ég verð að segja að komu bara ágætlega út, hef aldrei sett þær í tölvuna því ég hélt að það væru svo léleg gæði en þetta er bara alveg ágætt :)


...hvað ég elska skyndiákvarðanir, þær gefa lífinu svo sannarlega lit! 

1 comment:

Valgerður said...

thanks to you! (the commenter whose comment never show up except in my email account..?)