Monday, May 7, 2012

Fyrsta grill sumarsinsUm leið og sólin fór að skína var farið og náð í grillið niðrí geymslu. Reykjavíkurdömurnar komu með undursamlega góðan fisk frá Fylgifiskum sem við grilluðum á svölunum mínum í blíðskaparveðri (svona miðað við það sem á undan hefur gengið). Grillaður (Fylgifiska) fiskur er eitt það besta sem ég fæ, maríneringarnar þeirra eru svo ótrúlega góðar alltaf og fiskurinn sjálfur líka. 
Sumarlegu diskamotturnar voru teknar fram sem og nýja stellið sem ég var að fá í afmælisgjöf frá ömmu minni sem er ansi dugleg í glerlist :)
Eftir að vera passlega saddar eftir fiskinn (sem er annað sem ég elska við fisk) ákváðum við að misþyrma maga okkar svolítið með því að háma í okkur ávaxta/súkkulaðifondú.
Við lágum svo hálf meðvitundarlausar í sófanum það sem eftir lifði kvölds..


Yndislegt kvöld með stelpunum mínum, það er ótrúlegt hvað smá sól getur gert stemninguna góða (þó kuldaskræfan sé enn í vetrarúlpunni þessa dagana...)

3 comments:

Hildur Björk said...

en skemmtilegt!:) flottar svona gular diskamottur, sumarlegar

Heiða said...

Þetta var fullkomin máltíð!

EddaRósSkúla said...

Mm gott gott!