Monday, May 28, 2012

Súkkulaðibita blondínur


Blondies eru svipaðar og brownies nema ekki með súkkulaðigrunni en ég setti þó súkkulaðibita í þessar blondínur. Þær eru vel í hollari kantinum - ekkert smjör, ekkert hveiti og ekki það mikill sykur. Þær eru með hnetusmjöri sem gerir virkilega góðan keim og svo setti ég valhnetur útí líka.
En aðalinnihaldsefnið er..... kjúklingabaunir!
Já, það er hægt að gera mjög gómsætar kökur úr baunum. 
Mæli með að þið prófið þar sem flestir sem hafa smakkað þessar hafa verið mjög ánægðir, sérstaklega samstarfskonur mínar sem hafa ekkert á móti því að ég komi með hollustugóðgæti af og til í vinnuna :)

Súkkulaðibita blondínur
uppskrift frá Chocolate Covered Katie

1 dós kjúklingabaunir
3/4 tsk lyftiduft 
1/8 tsk matarsódi
1/4 tsk salt
1 dl sykur (á að vera 1 og 3/4dl - það má alveg ef þið viljið ekki minnka sykurmagnið)
2 tsk vanilludropar
0,6 dl hnetusmjör
0,6 dl hafrar
slatti af súkkulaðibitum/söxuðu suðusúkkulaði (ég setti um 1,5 dl)
1/2 dl saxaðar valhnetur (ekki í of litla bita samt)
 
Byrjið á því að hreinsa kjúklingabaunirnar vel (gott að setja í sigti og láta renna vel af vatni á þær). 
Því næst setjið allt nema súkkulaðið í matvinnsluvél og blandið þangað til nokkuð mjúkt og slétt.
Setjið súkkulaðibitana útí og hrærið með sleif.
Ég setti deigið síðan í ofnotaða sílíkonmöffinsformið mitt og fékk 11 blondínur útúr því.
Það er líka hægt að setja í kassalaga form en deigið er t.d. of lítið fyrir skúffukökuformið sem ég á - flestar uppskriftirnar hennar Katie eru frekar litlar þannig að ég myndi passa að hafa formið í minna lagi svo að kökurnar verði ekki þunnar. Held þær séu bestar þykkar og djúsí..

Bakið við 180° í um 30 mín.

3 comments:

Anonymous said...

Vá ég skellti í þessar eftir að ég sá færsluna og kökurnar voru ÆÐI!!! :) Endilega haltu áfram að koma með svona skemmtilegar uppskriftir, love it ;)

-Ingveldur

Valgerður said...

úú snilld Inga, gaman að heyra!! :)

anna sigga said...

ætla pottþétt að prófa þessar!