Thursday, May 24, 2012

Sumir sunnudagar..


...eru einfaldlega indælli en aðrir. 
Ég hef alltaf elskað sunnudaga (lesist: ekki þynnkusunnudaga) þar sem það eru oftast einu algjöru frídagarnir, maður er mun oftar með einhver plön á laugardegi. 
Þessi sunnudagur byrjaði á bakarísferð með Eyþóri og Páli Orra áður en við brunuðum í Bláa lónið í þvílíkri blíðu og glampandi sól. Eftir það var ferðinni haldið í Kjósina þar sem við fengum vöfflur í bústaðnum hjá tengdó og við spiluðum sumarleiki í góða veðrinu, þrátt fyrir að snjórinn hafi ennþá verið í fjöllunum. 
Við kíktum á Stígvélalistaverkið í Innri Njarðvík þar sem leikskólabörn hafa sett gömlu stígvélin sín í grjótið hjá fjörunni.
Um kvöldið þegar litla bróður var skutlað heim stóðumst við ekki mátið og héldum áfram út á Garðskaga þar sem sólin var að setjast. 

No comments: