Thursday, May 10, 2012

Síðasta helgi

 Þessi var bara tjillandi í miðasölu leikhússins...

Laugardagurinn var algjör snilld, hann byrjaði á Fjölmenningardag í Duushúsum en þar hlustaði ég á fyrirlestur höfundar verðlauna - og metsölubókarinnar Ríkisfang: Ekkert sem ég las stuttu eftir að hún kom út. Bókin snerti mig djúpt og það var gaman að hlusta á Sigríði Víðis - eins og reyndar alltaf, hún er með ótrúlega þægilega framkomu, nær að vera skýr, örugg og einlæg allt í senn.
Dagskráin endaði á Fjölmenningarkaffihúsi sem var mér vel að skapi, hægt var að gæða sér á kræsingum frá fullt af löndum. Uppáhaldið mitt var kjötfylltur snúður frá Kyrgistan.

Ég kíkti svo aðeins við í Frumleikhúsinu og horfði á nokkur atriði úr Brúðkaupsnótt, það var yndislegt að sjá leikgleðina í leikurunum. Rosa flott söngatriði líka hjá þeim :)

Þar sem sólin lét sjá sig var kíkt í pottinn hjá mömmu og pabba og grillað. Mamma gerði mig svo fína fyrir kvöldið og svo brunaði ég í bæinn til að partýast með háskólastelpunum mínum. 

Daginn eftir fórum við stelpurnar svo í brunch á Vegó, í sól en skítakulda. Restin af deginum var eytt í ekki nokkurn skapaðan hlut nema afaheimsókn og þynnkumat - maccaroni&cheese og ofnbakað brauð með skinku&mexíkóosti.

No comments: