Wednesday, June 6, 2012

Hafragrautsmúffur



Hér er önnur uppskrift að morgunmat "on the go" eða fínasta millimál. 
Þetta er í raun bara hafragrautur í möffinsformi :)

Mjög sniðugt og hrikalega gott ef maður setur eitthvað smá útí eins og ber og hnetur.
Mörgum gætu þótt þessar þurrar en það er sennilega af því að maður býst við að þetta séu "eftirréttar" möffins en í raun er þetta bara hollur hafragrautur og því ekki mjög djúsí. Enda alveg sykurlaust og rosa hollt!

Ég bjó til mína eigin uppskrift, ég hef notast við nokkrar mismunandi og þetta er blanda af þeim.

Hafragrautsmúffur með hind&bláberjum og heslihnetum

2 þroskaðir bananar (eða 2-3 krukkur af eplamauki/barnamat - ég nota alltaf bara það sem lítur út fyrir að vera um 2 bananar, fer eftir stærð krukkunnar)
2 eggjahvítur (eða 1 egg)
1 tsk vanilludropar
(hér má setja smá sætuefni ef maður vill eins og 1 tsk af agavesýrópi/hunangi)
5 dl haframjöl eða tröllahafrar
1 msk kanill
1 tsk lyftiduft
1 og 3/4 - 2 dlmjólk að eigin vali (kúamjólk/rísmjólk/soja...) 
(ég notaði 2 dl, einn dl léttmjólk + einn dl AB mjólk)

Í þetta skiptið setti ég slatta af frosnum hindberjum og bláberjum og setti hakkaðar heslihnetur ofan á hverja og eina. Næst ætla ég þó að setja bara hneturnar beint í deigið þar sem þær voru svolítið að detta af..

Blautefnin eru hrærð saman (bananarnir eru stappaðir fyrst ef þeir eru notaðir) - síðan þurrefnin útí. Mjólin er sett síðust, best að byrja að setja 1 og hálfan dl og fikra sig svo áfram, þetta á að vera nokkuð blautt. Þetta er sett í sílikonmöffinsform (þar sem það er engin olía/ekkert smjör þá er ekki hægt að notast við pappaform)

Bakað í um 25-30 mín við 180°. 

Ég mæli með að leyfa múffunum að kólna alveg og setja svo í plastpoka og inní frysti. Þær geymast kannski í nokkra daga inní kæli en þær eru alveg jafn góðar ef maður frystir þær bara strax og setur svo í 30 sek í örbylgjuofninn. 

...Það er líka ótrúlega gott að setja smá slettu af grískri jógúrt ofan á þær :)

5 comments:

Eva Hannesdottir said...

NÆS!! Hlakka til að prófa! Vantar alltaf e-ð on the go!

Hildur Björk Pálsdóttir said...

Mmmm :) girnó!

EddaRósSkúla said...

Nahammi!

Valgerður said...

Eva, þetta verður örugglega snilld í nestistöskunni á ÓL í sumar ;) Til hamingju elskan!! flott í Fréttablaðinu í dag.

Heiða said...

Like it!