Monday, August 27, 2012

Hringferð - Norðurland fyrri hluti

Áður en við komum til Akureyrar skoðuðum við Dettifoss í brjáluðu sandroki. Það var verulega erfitt að sjá þrátt fyrir að sólgleraugun gátu nýst sem skjól frá sandinum. Við reyndum að þrífa allan sand úr augnkrókum og eyrum en það var nánast ómögulegt. Dettifoss var magnaður enda er hann einn aflmesti foss Evrópu.

Við fórum svo í Ásbyrgi en við vorum bæði að koma á þennan fallega stað í fyrsta skipti. 
Við enduðum svo í kvöldmat á höfninni á Húsavík.

2 comments:

Valgerður said...

jess Heiða, þú veist ég kann að meta þetta ;)

Heiða said...

haha, ójá!