Það er sunnudagur í dag og ég er alltaf í kökustuði á sunnudögum.
Þessi kaka er ein af mínum uppáhalds, enda holl og góð og hef ég borðað hana í morgun - og hádegismat líka! Ótrúlega saðsöm og stútfull af hollustu (og smá óhollustu..)
Ég fór með þessa í vinkonukveðjuboð í vikunni sem leið og hef verið að fá mér eina og eina litla sneið síðan. Það var bara ekki pláss í litla frystinum mínum fyrir afganginn... ;)
Ég setti þessa uppskrift inn á gömlu síðuna mína sem ég var með úti í Vín en mér fannst ég verða að setja hana aftur. Hún á skilið fallegar myndir, þó ég hefði nú geta gert hana enn fegurri með ferskum jarðaberjum ofan á, það voru bara svo ljót ber til í búðinni..
Jarðaberja hráterta
Botn
1,5 bolli (3,75 dl) kókosmjöl
1,5 bolli möndlur
hálf tsk salt
350 g döðlur
smá agave sýróp
Döðlurnar eru lagðar í bleyti í vatn í um tíu mínútur. Á meðan er
kókosmjölið, möndlurnar og saltið sett í matvinnsluvél og unnið vel
saman. Að lokum má hella vatninu af döðlunum og bæta döðlunum út í
matvinnsluvélina. Því næst skal
kreista ögn af agave sýrópi saman við blönduna þar til hún klístrast vel
saman.
Takið
venjulegt smelluform og leggið klessuplast ofan í botninn og látið
endana á plastinu standa vel upp úr forminu. Takið döðlublönduna úr
matvinnsluvélinni og klessið í botninn á forminu með fingrunum. Setjið í
frysti á meðan efri lagið er búið til.
Fylling
4 dl kasjúhnetur, lagðar í bleyti í um 2 klst (verða 6 dl) - stundum nenni ég ekki að bíða, það sakar ekki ef þú átt góða matvinnsluvél/blender, þó finnur maður pínu fyrir hnetunum ef maður lætur ekki liggja í um 2 klst
1 -1½ dl agaves sýróp
1 ½ dl kaldpressuð kókosolía
2 tsk vanilluduft
smá himalaya/sjávarsalt
400g frosin jarðaber
Til að bræða kókosolíuna, látið heitt vatn (ekki yfir 45°C) renna á krukkuna (þetta er til þess að kakan teljist "hrá" - ég svindla samt oft útaf óþolinmæði...). Blandið saman hnetum og agavesýrópi þar til það er orðið silkimjúkt. Bætið þá restinni af upskriftinni út í hentublönduna og blandið mjög vel saman. Setjið fyllinguna yfir botninn og geymið í 1 klst í kæli eða ½ klst í frysti. Tíminn er að vísu persónubundinn, mér finnst best að setja hana aðeins í frysti, taka hana út og leyfa henni að þiðna aftur. Mér finnst tertan best ísköld en samt ekkert frosin, Eyþóri og stelpunum fannst hún betri frosin, þannig að um að gera að prófa bara bæði :) Svo sakar ekki að skreyta með jarðaberjum.
1 -1½ dl agaves sýróp
1 ½ dl kaldpressuð kókosolía
2 tsk vanilluduft
smá himalaya/sjávarsalt
400g frosin jarðaber
Til að bræða kókosolíuna, látið heitt vatn (ekki yfir 45°C) renna á krukkuna (þetta er til þess að kakan teljist "hrá" - ég svindla samt oft útaf óþolinmæði...). Blandið saman hnetum og agavesýrópi þar til það er orðið silkimjúkt. Bætið þá restinni af upskriftinni út í hentublönduna og blandið mjög vel saman. Setjið fyllinguna yfir botninn og geymið í 1 klst í kæli eða ½ klst í frysti. Tíminn er að vísu persónubundinn, mér finnst best að setja hana aðeins í frysti, taka hana út og leyfa henni að þiðna aftur. Mér finnst tertan best ísköld en samt ekkert frosin, Eyþóri og stelpunum fannst hún betri frosin, þannig að um að gera að prófa bara bæði :) Svo sakar ekki að skreyta með jarðaberjum.
1 comment:
Post a Comment