- Það hefur verið skemmtileg (og stundum ekki svo skemmtileg) áskorun að fara úr umhverfi þar sem maður hefur allt til alls og í það umhverfi að hafa lítið af"nauðsynjahlutum" (að maður hélt..). Við eigum t.d. einn pott til að elda í og engin skemmtileg eldhúsáhöld sem ég er vön, ekkert sjónvarp, erum með eitt stykki af handklæði á mann, eina spariskó, svona 20% af fötunum sem við eigum, engan sófa, engan hita í íbúðinni á daginn, hver þvottur kostar 700 krónur osfv.
- Bretar eru svakalega kurteisir! Bara eiginlega allir. Þjónusta á veitingastöðum hefur í 99% tilvika verið til algjörrar fyrirmyndar og meira segja 18 ára krakkarnir hérna eru mjög kurteisir.
- Einn prófessorinn í deildinni minni (kennir mér að vísu ekki en ég spjallaði við hann í "welcome reception" í byrjun annar) heitir Ingólfur. Hann er samt þýskur og hefur enga tengingu við Ísland eða hin Norðurlöndin þar sem þetta nafn gæti verið notað. Hann sagði mér að móðir hans hafi verið að hlusta á útvarpið rétt eftir að hann fæddist og að þar hafi verið fræðsluþáttur um Ísland. Í kjölfarið ákvað hún að skýra son sinn eftir manninum sem fann Ísland! Síðan þá hefur nafnið vakið undrun hjá flestum en það var talið mjög skrítið í Þýskalandi. Prófessorinn ber það þó ekki fram eins og við myndum gera með mjúku F-i (IngólVur).
- Ég fæ hellu í eyrun á hverjum einasta degi hérna. Sem er ekki gott fyrir svona eyrnaverkjabarn eins og mig. Málið er það að til að komast í skólann þarf ég að taka rútu sem fer upp svona 2ja kílómetra langa brekku (sem þýðir að það labbar eiginlega enginn í skólann plús það að rútukerfið liggur niðri þegar það snjóar... sjáum hvernig það fer í desember).
- 18 ára krakkarnir sem eru að koma í háskólann að upplifa sitt fyrsta háskólaár að búa einir í fyrsta sinn...þeir eru hér til að djamma. Ég sver, þetta lið djammar á hverjum einasta degi hérna. Í hvert einasta skipti sem ég er fram á kvöld í skólanum og tek strætó aftur heim niðrí bæ, þá er hópur af unglingum í strætónum á leiðinni í partý. Í svona 90% tilvika eru þau í einhvers konar búningum. Fyrst hélt ég að þetta væri í kringum Halloween en neinei, þau eru enn í búningum. Einu sinni var hermannaþema, teiknimyndafígúruþema, einu sinni voru þau öll í einhverjum bolum og í hin skiptin er bara basic búningaþema.
- Kínverski nágranninn okkar er mjög furðulegur. Hann kom yfir um daginn og gaf okkur fullt af ávöxtum, sagðist þurfa að skreppa í einhvern tíma. Ég sá hann svo tveimur dögum seinna þannig að varla hefur hann farið langt. Síðan sá ég hann koma einn morguninn inn með tvær stórar ferðatöskur og ég spurði hvort hann hefði verið að koma tilbaka. Hann sagði já. Síðan heyri ég einhver læti fyrir utan hurðina okkar nokkrum klukkutímum seinna og kíki útúm skráargatið og þá er drengurinn aftur að fara út með þessar tvær ferðatöskur?? Hann er frá Kína þannig að ég efast um að hann sé að skreppa heim svona af og til.. Ráðgátan er enn óleyst.
Tuesday, November 13, 2012
Vangaveltur í Englandi
Yfirhöfuð er þetta blogg vettvangur til þess að deila myndum sem við Eyþór tökum og á ekki að vera of persónulegt en stundum fæ ég þörf fyrir að tjá mig, og þá sérstaklega á mínu móðurmáli! Maður getur orðið ansi þreyttur á því að þurfa alltaf að tjá sig á ensku og hvað þá skrifa heilu ritgerðirnar.. Svo er þetta nú helst fyrir vini og vandamenn heima :)
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
5 comments:
VÁ VÁ hvað ég kannast við atriði #1! Ég fæ kökk í hálsinn í hvert sinn sem ég elda hérna úti og hugsa um allt fallega skemmtilega eldhúsdótið mitt sem kúrir heima í kössum.
.. og spariskórnir! Don't get me started sko.
ja þetta veldur því að við nennum eiginlega aldrei að elda og ég hef EKKERT bakað síðan ég kom út,. sakna þess mjög!
Haha vá hvað við erum alltof góðu vön!
Shit hvað þessi fiðluleikari er bara með'etta, við þyrftum jafnvel að redda okkur svona línu þegar þú kemur heim og prófa :)
Búðu þig undir frí í skólanum þegar það byrjar að snjóa..það gerðist allavega í Canterbury þegar það snjóaði í Nóv/Des þegar ég var þar! Bretar eru stundum krúttlegir og fyndnir! OG þeir mega sko vel eiga það að þeir eru alltaf kurteisir :)
love mamma
Post a Comment