Saturday, June 29, 2013

San Francisco 2. og 3. dagur

Golden Gate brúin fræga var áfangastaður okkar á öðrum degi okkar í borginni. Þrátt fyrir jákvætt viðhorf okkar þá er það ekki flúið að veðrið spilar alveg helling inn í þegar maður er að ferðast. Við rétt sáum glitta í brúnna en við höfðum það þó í okkur að ganga yfir og kíkja fram yfir handriðið. Það var frekar ógnvekjandi.

Einnig heimsóttum við Haight-Ashbury hverfið en þar varð hippamenningin til um “ástarsumarið 1967”. Nú er þar krökkt af hipsterum. Það hverfi leist okkur hvað best á en þar eru margar áhugaverðar second hand verslanir og veitingar- og kaffihús. Þar eru einnig mikið af skrautlega lituðum húsum í Viktoríustíl en Valgerður var afar hrifin af þeim og einnig af fjölbreytileika húsanna um alla borg.

Síðasta daginn okkar fórum við loksins niður í miðbæinn, þið vitið, þar sem risastór Target, Ross og Forever 21 eru ásamt fínu búðunum og háhýsunum. Það var ekki að heilla okkur þannig að við röltum aðeins lengra og duttum inn á kínahverfið en Chinatown í San Francisco er það elsta í allri Norður Ameríku og mig grunar að það sé það flottasta. Búðirnar eru þó alltaf jafn einhæfar og túristalegar en okkur fannst gaman að sjá byggingarnar og stemninguna. Ef maður labbar aðeins lengra þá tekur við Little Italy en þar fengum við okkur síðdegiskokteil og sátum úti en veðrið var orðið mun betra akkúrat þegar við vorum að fara frá borginni. 

Um kvöldið bauð Patricia, konan sem við gistum hjá, okkur í kvöldmat á pínulitlum pizzastað í hverfinu hennar sem er samkvæmt staðarblöðunum með bestu pizzuna í borginni. Við röltum síðan yfir á lestarstöðina og tókum næturflug á næsta áfangastað okkar, Austin Texas.
Valgerður var hálfbuguð af lofthræðslu þegar við löbbuðum yfir Golden Gate brúnna og ekki varð hún hressari eftir að hafa rekist á þetta. Það var gerð heimildamynd um fólk sem hefur ákveðið að enda líf sitt með því að hoppa fram af brúnni. 
Valgerður varð hins vegar mun hressari þegar hún rakst á þessi fallegu hús í Haight-Ashbury hverfinu.

Við tókum símamyndir á litla pizzastaðnum en hér eru Patricia og nýja vinkona okkar frá Tælandi en hún og ameríski eiginmaður hennar leigja út íbúðir fyrir ferðamenn þar í landi. Patricia ætlar að fara til Tælands í desember og þau ætla að skipta um heimili í mánuð eða svo og þau vildu kynnast aðeins áður en þau ættu í heimilisskiptum. 
Hún var ekkert að grínast með chilikryddið en eftir að hafa hellt því yfir alla sneiðina bað hún þjóninn um að koma með hot sauce því þetta var ekki nógu sterkt.
Fyrir utan pizzustaðinn góða með hressu vinkonu okkar sem við gistum hjá.

Kv. frá Suðurríkjunum!

P.s. frá Valgerði: Ég verð nú að segja að mér finnst soldið leiðinlegt að enginn af þeim 150 manns sem skoðuðu síðustu færslu ýtti á kommentatakkann.. það er alveg sérstaklega gaman að fá komment þegar maður er langt í burtu frá öllum vinum og fjölskyldu. Það væri nú gaman ef Íslendingar væru aðeins meira eins og Ameríkanar, og sérstaklega Suðurríkjabúar sem við erum að umgangast þessa dagana, maður er í sjokki á hverjum degi hvað allir eru næs hérna! Þarf ekki mikið til þess að gleðja mann :)

7 comments:

Helga Dagný said...

Ég kíki alltaf hérna inn reglulega spennt eftir nýju ferðabloggi, enda finnst mér sjálfri fátt skemmtilegra en að ferðast.
Njótið

Heiða Rut said...

Ég er ofur löt að kommenta þegar ég er að skoða blogg í símanum, svo gleymi ég því þegar ég fer í tölvuna. En ég er sammála þér, það er gaman að fá komment.

Sá einmitt þessa heimildamynd um brúnna, þetta er óhugnarlegt. Þessi þoka gerir þetta extra spúkí...

Anonymous said...

Mjög skemmtileg bloggin frá San Fran! :) p.s. snilld snapchat afmæliskveðjan ;)

Unknown said...

Obbosí! Ég bara var að átta mig á að þið væruð svona dugleg að update-a síðuna! Mjög skemmtileg lesning og ekki slæmt að geta flett þessu ferðabloggi upp þegar það kemur að því að maður skelli sér í borgarferðir til Bna :D
Bestu kveðjur frá klakanum!
xxx
Gugga

Bergey said...

Ég kem ávalt annaðslagið hér inn og fylgist með :) Alltaf skemmtilegar færslur! Hinn helmingurinn minn dreymir um US road trip! ég hef aftur á móti verið lítið spennt fyrir því en eftir lestur bloggsins er mér alltaf að lítast betur og betur um þá hugmynd ;)

Bestu kveðjur frá London
Bergey

Anonymous said...

Bloggið þitt er ótrúlega skemmtilegt... ég kíki reglulega við eftir að Sæunn sagði mér frá síðunni! Ég er allt of löt við að skilja eftir mig spor ;) En betra er seint en aldrei!! :) Gangi þér sem allra best í náminu!

kv.
Sigurbjörg

Valgerður said...

gaman að heyra í ykkur stelpur :)

Bergey, fylgstu með næstu færslum.. þá fer þetta fyrst að verða áhugavert, búið að gera ógeðslega gaman og öðruvísi.